Kreddur Hörður Ægisson skrifar 20. apríl 2018 10:00 Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun