Hvert stefnum við í endurhæfingu krabbameinsgreindra? Ágústa Kr. Andersen skrifar 3. maí 2018 08:00 Lengi hefur legið fyrir mikilvægi endurhæfingar þegar meðferð við krabbameinum er annars vegar. Í dag liggja fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna svo ekki verður um villst að endurhæfing leikur jafnvel enn stærra hlutverk en áður var talið í því að fyrirbyggja vanlíðan, efla líkamlegan og andlegan styrk og draga úr óæskilegum aukaverkunum krabbameinsmeðferðar. Félagsleg virkni og andlegur stuðningur er ekki síður mikilvægur þeim sem eiga á hættu að einangrast í veikindum, sem og stuðningur til að vinna úr erfiðum tilfinningum og andlegri vanlíðan. Eins og allir vita þá eru krabbamein algeng. Tölfræðin segir okkur að um þriðja hver manneskja fái krabbamein af einhverju tagi einhvern tíma á ævinni. Birtingarmyndir krabbameina eru afar margbrotnar, meðferðirnar margvíslegar og aukaverkanir og eftirköst einstaklinga afar misjöfn. Horfur eru einnig afar misjafnar. Greining lífsógnandi sjúkdóms verður aldrei léttvæg og meðferðin krefst oftar en ekki inngripa sem hafa afgerandi áhrif á líf og heilsu, jafnvel til langframa. Þetta getur haft áhrif á marga fleti tilverunnar og fólk finnur sig oft í þeirri stöðu að þurfa að nálgast lífið á nýjan hátt. Á Íslandi erum við vel stödd að mörgu leiti hvað varðar endurhæfingu fyrir fólk í og eftir krabbameinsmeðferð og hér bjóða ýmsar stofnanir og félagasamtök upp á fjölbreytta og sérhæfða þjónustu. Reynsla og þekking fagfólks á þessu sviði er víðfeðm og allt starf unnið af fagmennsku og einurð. Fagfólkinu er þó augljóst að í þessum efnum þarf að koma til hugarfars- og áherslubreyting ef takast á að vinna á móti þeim víðfeðmu áhrifum sem greining og meðferð krabbameina hefur á einstaklinga og samfélagið allt. Segja má að í dag séu endurhæfingarúrræði dreifð og aðgengi að þeim er að mörgu leiti háð frumkvæði og vitneskju hvers einstaklings sem greinist með krabbamein. Hindranir að faglegri endurhæfingu geta komið til af ýmsum orsökum, bæði persónulegum og kerfislægum og mjög mismunandi á milli einstaklinga hversu mikla endurhæfingu þeir fá eða hversu viðeigandi hún er. Það er fyrirséð að þeim sem lifa með krabbameinum fjölgi á næstu árum. Algengi og alvarleiki síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferða er það mikill að vert er að leita allra leiða til að draga úr þeim áhrifum með markvissum og skipulögðum hætti. Með samstilltu átaki þeirra sem koma að endurhæfingu krabbameinsgreindra mætti stoppa í þau göt sem myndast hafa í þróun þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sjá má fyrir sér að endurhæfingarmatog fræðsla um mikilvægi endurhæfingar sé hluti af meðferð við krabbameinum, ásamt því að starfsemi þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu sé vel skilgreind, við hana sé stutt af heilbrigðisyfirvöldum og að hún sé sjálfsagður hluti meðferðar og aðgengileg fyrir alla. Til þess að hefja samtal um hvernig við nálgumst þetta mikilvæga verkefni, hafa Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Ljósið og Reykjalundur blásið til málþingsins Endurhæfing alla leið og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl 15.00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að mæta en ráðstefnunni verður einnig streymt á netinu.Ágústa Kr. Andersen.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar í Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra, LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Lengi hefur legið fyrir mikilvægi endurhæfingar þegar meðferð við krabbameinum er annars vegar. Í dag liggja fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna svo ekki verður um villst að endurhæfing leikur jafnvel enn stærra hlutverk en áður var talið í því að fyrirbyggja vanlíðan, efla líkamlegan og andlegan styrk og draga úr óæskilegum aukaverkunum krabbameinsmeðferðar. Félagsleg virkni og andlegur stuðningur er ekki síður mikilvægur þeim sem eiga á hættu að einangrast í veikindum, sem og stuðningur til að vinna úr erfiðum tilfinningum og andlegri vanlíðan. Eins og allir vita þá eru krabbamein algeng. Tölfræðin segir okkur að um þriðja hver manneskja fái krabbamein af einhverju tagi einhvern tíma á ævinni. Birtingarmyndir krabbameina eru afar margbrotnar, meðferðirnar margvíslegar og aukaverkanir og eftirköst einstaklinga afar misjöfn. Horfur eru einnig afar misjafnar. Greining lífsógnandi sjúkdóms verður aldrei léttvæg og meðferðin krefst oftar en ekki inngripa sem hafa afgerandi áhrif á líf og heilsu, jafnvel til langframa. Þetta getur haft áhrif á marga fleti tilverunnar og fólk finnur sig oft í þeirri stöðu að þurfa að nálgast lífið á nýjan hátt. Á Íslandi erum við vel stödd að mörgu leiti hvað varðar endurhæfingu fyrir fólk í og eftir krabbameinsmeðferð og hér bjóða ýmsar stofnanir og félagasamtök upp á fjölbreytta og sérhæfða þjónustu. Reynsla og þekking fagfólks á þessu sviði er víðfeðm og allt starf unnið af fagmennsku og einurð. Fagfólkinu er þó augljóst að í þessum efnum þarf að koma til hugarfars- og áherslubreyting ef takast á að vinna á móti þeim víðfeðmu áhrifum sem greining og meðferð krabbameina hefur á einstaklinga og samfélagið allt. Segja má að í dag séu endurhæfingarúrræði dreifð og aðgengi að þeim er að mörgu leiti háð frumkvæði og vitneskju hvers einstaklings sem greinist með krabbamein. Hindranir að faglegri endurhæfingu geta komið til af ýmsum orsökum, bæði persónulegum og kerfislægum og mjög mismunandi á milli einstaklinga hversu mikla endurhæfingu þeir fá eða hversu viðeigandi hún er. Það er fyrirséð að þeim sem lifa með krabbameinum fjölgi á næstu árum. Algengi og alvarleiki síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferða er það mikill að vert er að leita allra leiða til að draga úr þeim áhrifum með markvissum og skipulögðum hætti. Með samstilltu átaki þeirra sem koma að endurhæfingu krabbameinsgreindra mætti stoppa í þau göt sem myndast hafa í þróun þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sjá má fyrir sér að endurhæfingarmatog fræðsla um mikilvægi endurhæfingar sé hluti af meðferð við krabbameinum, ásamt því að starfsemi þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu sé vel skilgreind, við hana sé stutt af heilbrigðisyfirvöldum og að hún sé sjálfsagður hluti meðferðar og aðgengileg fyrir alla. Til þess að hefja samtal um hvernig við nálgumst þetta mikilvæga verkefni, hafa Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Ljósið og Reykjalundur blásið til málþingsins Endurhæfing alla leið og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl 15.00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að mæta en ráðstefnunni verður einnig streymt á netinu.Ágústa Kr. Andersen.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar í Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra, LSH.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun