Starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti breska fyrirtækinu Advanced Marine Services til að opna flak þýska togarans SS Minden rann út í gær.
Skip frá AMS fór á vettvang í nóvember í fyrra til að opna skipið og ná í skáp sem fyrirtækið telur geyma gull. Fyrirtækið tilkynnti hins vegar í miðjum í klíðum að hætt væri við aðgerðina vegna veðurs.
Engar tilkynningar um framhald hafa borist Umhverfisstofnun eða Landhelgisgæslu Íslands. SS Minden liggur á ríflega 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan Íslandsströndum.
