Skoðun

Borg sem vinnur fyrir þig

Hildur Björnsdóttir skrifar
Á morgun göngum við til kosninga. Borgarbúar hafa aldrei haft svo marga valkosti en þeir hafa skýra valkosti. Þeir geta valið áframhaldandi stöðnun, skort og úrræðaleysi – eða þeir geta valið breytingar.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun setja íbúana í forgang. Við munum draga úr húsnæðisskorti, leysa samgönguvandann og greiða úr fjármálum borgarinnar. Við munum tryggja stöðugan fjárhag og betri þjónustu. Við ætlum að lækka útsvar og þjónustugjöld svo þú getir gert meira og farið lengra. Við ætlum að setja fjölskyldur í forgang og einfalda flókinn hversdaginn. Við munum forgangsraða í þágu menntunar og tryggja öllum börnum jöfn tækifæri. Við munum standa vörð um mannréttindi. Við munum vinna fyrir þig.

Við stöndum fyrir einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum skapa borg þar sem þú getur fengið góða hugmynd og komið henni í framkvæmd. Borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram – og skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Borg sem bannar minna og leyfir meira. Við viljum lítil opinber afskipti og lítil opinber umsvif. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðum í þágu grunnþjónustu. Við tryggjum frelsi og val um það hvernig þú lifir þínu lífi.

Við viljum skipuleggja fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir ólíkum þörfum ólíkra einstaklinga. Sjálfbær hverfi með öfluga nærþjónustu. Höfuðborg sem fjárfestir í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur – vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Borg sem ýtir undir samskipti og samvinnu í lífsbaráttunni. Heilsueflandi græna borg sem tryggir bætt lífsgæði – fyrir okkur öll.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er skýr valkostur fyrir þá sem vilja breytingar. Skýr valkostur fyrir þá sem vilja höfuðborg í forystu – samkeppnishæfa borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Leiðandi borg um grænar og vistvænar lausnir. Reykjavík í samkeppni um fólk og atgervi. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Borg sem tryggir frelsi og val. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Reykjavík sem vinnur fyrir þig.

Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×