Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. Hópurinn átti tæplega 55 prósenta hlut í Stoðum í lok ársins. Fjárfestahópurinn keypti umræddan eignarhlut í gegnum félagið S121 af fjármálastofnunum Tavira Securitas og Lux CSD. Eins og upplýst var í Markaðinum í síðustu viku munu Stoðir á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum, meðal annars ýmsum íslenskum lífeyrissjóðum og erlendum fjármálastofnunum, tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Eigið fé fjárfestingarfélagsins er um átján milljarðar króna en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco. Eins og kunnugt er eignaðist fjárfestahópurinn, sem samanstendur af einkafjárfestum auk tryggingafélagsins TM, ríflega helmingshlut í Stoðum á fyrri hluta síðasta árs. Næststærsti hluthafi Stoða er Arion banki með 16,4 prósenta hlut og þá fer Landsbankinn með 13,4 prósenta hlut. Ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Stoða nam 5,4 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en til samanburðar var afkoman neikvæð um 4,8 milljarða árið áður. Félagið lauk nauðasamningum árið 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa. Líkt og Markaðurinn hefur greint frá hefur hins vegar verið ákveðið að breyta tilgangi félagsins og halda starfsemi þess áfram sem fjárfestingarfélagi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. Hópurinn átti tæplega 55 prósenta hlut í Stoðum í lok ársins. Fjárfestahópurinn keypti umræddan eignarhlut í gegnum félagið S121 af fjármálastofnunum Tavira Securitas og Lux CSD. Eins og upplýst var í Markaðinum í síðustu viku munu Stoðir á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum, meðal annars ýmsum íslenskum lífeyrissjóðum og erlendum fjármálastofnunum, tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Eigið fé fjárfestingarfélagsins er um átján milljarðar króna en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco. Eins og kunnugt er eignaðist fjárfestahópurinn, sem samanstendur af einkafjárfestum auk tryggingafélagsins TM, ríflega helmingshlut í Stoðum á fyrri hluta síðasta árs. Næststærsti hluthafi Stoða er Arion banki með 16,4 prósenta hlut og þá fer Landsbankinn með 13,4 prósenta hlut. Ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Stoða nam 5,4 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en til samanburðar var afkoman neikvæð um 4,8 milljarða árið áður. Félagið lauk nauðasamningum árið 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa. Líkt og Markaðurinn hefur greint frá hefur hins vegar verið ákveðið að breyta tilgangi félagsins og halda starfsemi þess áfram sem fjárfestingarfélagi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. 16. maí 2018 06:00