Reykjavík er okkar Sif Jónsdóttir skrifar 22. maí 2018 12:09 Við búum á heilmiklum umbrotatímum í borginni. Það er eins og þörfin sé eins og flóðbylgja sem skellur á okkur og kallar á breytingar en við vitum ekki fyrir fram hve slagkrafturinn er mikill né hve þétt skellurinn lendir á okkur, dregur okkur með sér og krefst aðgerða. Það er stundum eins við skellinn þá bresti eitthvað í okkur og vellur fram og við viljum ekki stoppa það, því við finnum öll fyrir þörfinni, já þörfinni fyrir breytingu. Miðbærinn okkar er að breyta um svip. Lágstemmda miðbæjarstemningin er að hverfa fyrir nýbyggingum sem eru úr takti við við þá bæjarmynd sem við ólumst upp við. Í framtíðinni verða háar kuldalegar glerbyggingar í meirihluta, því það á að markaðs- og nútímavæða miðbæinn með alþjóðamerkjum og neonskiltum. Ég hef séð teikningar og glærur og myndin er flott. En svo þegar byggingarnar eru komnar upp þá eru þær ekki eins aðlaðandi og fallega Stjórnarráðshúsið er eins og það hafi villst að heiman. Enn er nokkur bið á að byggingu í miðbænum ljúki og á meðan er miðbærinn vinnusvæði. Við fylgjumst í fjarlægð með þessari breytingu á miðbænum okkar og við vonum að við munum meta þessar breytingar í framtíðinni. Höfuðborgarlistinn vill umhverfisvæna og hlýlega borg og það sem einkennir íbúa á að skína í gegn í uppbyggingu hennar. Við viljum hækka þjónustustig Reykjavíkurborgar og sinna íbúum borgarinnar. Borgarstjórinn á að vera sá sem hlustar á íbúana og sinnir þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi. Grunnþjónusta sem borgin býður upp á á að vera til fyrirmyndar og starfsmenn borgarinnar eiga að finna fyrir jafnrétti ekki bara kynjabundnu heldur einnig jafnrétti í launum og starfi, því störfin sem borgin þarf að manna eru öll mikilvæg annars væru þau ekki til.Sif Jónsdóttir skipar 2. sæti Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Við búum á heilmiklum umbrotatímum í borginni. Það er eins og þörfin sé eins og flóðbylgja sem skellur á okkur og kallar á breytingar en við vitum ekki fyrir fram hve slagkrafturinn er mikill né hve þétt skellurinn lendir á okkur, dregur okkur með sér og krefst aðgerða. Það er stundum eins við skellinn þá bresti eitthvað í okkur og vellur fram og við viljum ekki stoppa það, því við finnum öll fyrir þörfinni, já þörfinni fyrir breytingu. Miðbærinn okkar er að breyta um svip. Lágstemmda miðbæjarstemningin er að hverfa fyrir nýbyggingum sem eru úr takti við við þá bæjarmynd sem við ólumst upp við. Í framtíðinni verða háar kuldalegar glerbyggingar í meirihluta, því það á að markaðs- og nútímavæða miðbæinn með alþjóðamerkjum og neonskiltum. Ég hef séð teikningar og glærur og myndin er flott. En svo þegar byggingarnar eru komnar upp þá eru þær ekki eins aðlaðandi og fallega Stjórnarráðshúsið er eins og það hafi villst að heiman. Enn er nokkur bið á að byggingu í miðbænum ljúki og á meðan er miðbærinn vinnusvæði. Við fylgjumst í fjarlægð með þessari breytingu á miðbænum okkar og við vonum að við munum meta þessar breytingar í framtíðinni. Höfuðborgarlistinn vill umhverfisvæna og hlýlega borg og það sem einkennir íbúa á að skína í gegn í uppbyggingu hennar. Við viljum hækka þjónustustig Reykjavíkurborgar og sinna íbúum borgarinnar. Borgarstjórinn á að vera sá sem hlustar á íbúana og sinnir þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi. Grunnþjónusta sem borgin býður upp á á að vera til fyrirmyndar og starfsmenn borgarinnar eiga að finna fyrir jafnrétti ekki bara kynjabundnu heldur einnig jafnrétti í launum og starfi, því störfin sem borgin þarf að manna eru öll mikilvæg annars væru þau ekki til.Sif Jónsdóttir skipar 2. sæti Höfuðborgarlistans.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar