Við þurfum að mennta kerfið Katrín Oddsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Ætli það færi framhjá einhverjum ef Alþingi ætlaði að setja lög um kvóta án þess að tala við Samtök útgerðarmanna? Eða ef einhverjum dytti í hug að setja ný lög um grunnskóla án þess að tala við sveitarfélög eða Kennarasambandið. Samráð er sjálfsagður hlutur finnst okkur þegar við hugsum um þessi dæmi. Klippt og skorið. En er það svo? Í besta falli er það umhugsunarvert þegar um er að ræða fatlað fólk og lög og reglur sem eiga að gilda um þennan fjölbreytta hóp. Staðan er reyndar þannig að Öryrkjabandalag Íslands telur raunverulega þörf á því að öllum þingmönnum, ráðuneytum, sveitarstjórnarfólki og starfsfólki í opinberri stjórnsýslu verði sérstaklega gerð grein fyrir lögbundinni samráðsskyldu þegar það kemur að gerð laga og reglna sem með einhverjum hætti fjalla um fatlað fólk eða málefni sem tengjast því.Ljúf skylda lögum samkvæmt Þetta er skylda. Skýrt er kveðið á um hana í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið fullgiltur af Alþingi Íslendinga. Þar segir meðal annars:„Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“ Kanntu annan? Talsverður misbrestur er því miður á því að Alþingi og aðrir opinberir aðilar uppfylli þessa skyldu sína. Nú ku til dæmis vera yfirstandandi gerð frumvarpa sem eiga að koma í veg fyrir mismunun gegn fötluðu fólki. Fatlað fólk hefur ekki verið beðið um innlegg í þá umræðu.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt lífVið sjáum alls konar dæmi úti um allt um misbresti sem valda vandræðum og rugli. Umferðarlögin eru ágætt dæmi. Þar er fólk sem notar hjólastól skilgreint bæði sem gangandi vegfarendur og reiðhjól! Annað sláandi dæmi var endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga en í þeirri nefnd var enginn fulltrúi fatlaðs fólks. Besta dæmið Svo eigum við fleiri dæmi. Og sum væru beinlínis fyndin ef þessi mál vörðuðu ekki gríðarlega mikilvæga persónulega hagsmuni fjölda manns. Hér er eitt grátlegt: „Við samningu frumvarpsins var haft samráð við sjúkratryggingastofnun og Tryggingastofnun. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu fela í sér að heilbrigðisþjónusta sé veitt öllum í samræmi við þörf, óháð aldri. Ekki var talin frekari þörf á samráði þar sem um var að ræða aukin réttindi fyrir þann hóp fólks sem breytingarnar taka til.“ Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttarbætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? ÖBÍ tilbúið til samráðs Það er til fullt af þekkingu og reynslu úti um allt samfélagið. Nefna má Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem býr yfir þekkingu sem gæti nýst okkur öllum við setningu laga og reglna, en er enn sem komið er heldur vannýtt auðlind. Staðreyndin er að raunverulegt samráð mun alltaf skila sér í betri lagasetningu, betri reglum, betri nýtingu á fjármagni, meiri sátt og ekki síst, betra samfélagi.Höfundar eru í Málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ætli það færi framhjá einhverjum ef Alþingi ætlaði að setja lög um kvóta án þess að tala við Samtök útgerðarmanna? Eða ef einhverjum dytti í hug að setja ný lög um grunnskóla án þess að tala við sveitarfélög eða Kennarasambandið. Samráð er sjálfsagður hlutur finnst okkur þegar við hugsum um þessi dæmi. Klippt og skorið. En er það svo? Í besta falli er það umhugsunarvert þegar um er að ræða fatlað fólk og lög og reglur sem eiga að gilda um þennan fjölbreytta hóp. Staðan er reyndar þannig að Öryrkjabandalag Íslands telur raunverulega þörf á því að öllum þingmönnum, ráðuneytum, sveitarstjórnarfólki og starfsfólki í opinberri stjórnsýslu verði sérstaklega gerð grein fyrir lögbundinni samráðsskyldu þegar það kemur að gerð laga og reglna sem með einhverjum hætti fjalla um fatlað fólk eða málefni sem tengjast því.Ljúf skylda lögum samkvæmt Þetta er skylda. Skýrt er kveðið á um hana í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið fullgiltur af Alþingi Íslendinga. Þar segir meðal annars:„Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“ Kanntu annan? Talsverður misbrestur er því miður á því að Alþingi og aðrir opinberir aðilar uppfylli þessa skyldu sína. Nú ku til dæmis vera yfirstandandi gerð frumvarpa sem eiga að koma í veg fyrir mismunun gegn fötluðu fólki. Fatlað fólk hefur ekki verið beðið um innlegg í þá umræðu.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt lífVið sjáum alls konar dæmi úti um allt um misbresti sem valda vandræðum og rugli. Umferðarlögin eru ágætt dæmi. Þar er fólk sem notar hjólastól skilgreint bæði sem gangandi vegfarendur og reiðhjól! Annað sláandi dæmi var endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga en í þeirri nefnd var enginn fulltrúi fatlaðs fólks. Besta dæmið Svo eigum við fleiri dæmi. Og sum væru beinlínis fyndin ef þessi mál vörðuðu ekki gríðarlega mikilvæga persónulega hagsmuni fjölda manns. Hér er eitt grátlegt: „Við samningu frumvarpsins var haft samráð við sjúkratryggingastofnun og Tryggingastofnun. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu fela í sér að heilbrigðisþjónusta sé veitt öllum í samræmi við þörf, óháð aldri. Ekki var talin frekari þörf á samráði þar sem um var að ræða aukin réttindi fyrir þann hóp fólks sem breytingarnar taka til.“ Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttarbætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? ÖBÍ tilbúið til samráðs Það er til fullt af þekkingu og reynslu úti um allt samfélagið. Nefna má Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem býr yfir þekkingu sem gæti nýst okkur öllum við setningu laga og reglna, en er enn sem komið er heldur vannýtt auðlind. Staðreyndin er að raunverulegt samráð mun alltaf skila sér í betri lagasetningu, betri reglum, betri nýtingu á fjármagni, meiri sátt og ekki síst, betra samfélagi.Höfundar eru í Málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun