Trump vill Rússa aftur inn í G7 Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2018 13:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að Rússum yrði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu. Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. Aðrir leiðtogar hafa á undanförnum dögum þvertekið fyrir að Rússum verðu aftur hleypt inn í hópinn. Ummæli Trump eru líkleg til að ýta undir frekari deilar á leiðtogafundi G7 í Kanada um helgina. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Meðal þess sem til stendur að ræða á fundinum er að vernda lýðræði heimsins gegn afskiptum erlendra ríkja. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa haft afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, í þeim tilgangi að hjálpa Trump að vinna, og hafa varað við afskiptum þeirra af þingkosningum seinna á þessu ári. „Sko, ég elska landið okkar. Ég hef verið versta martröð Rússlands,“ sagði Trump. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, og það fylgir kannski ekki pólitískum rétttrúnaði, en við erum með heim sem við þurfum að stjórna. Þeir ættu að hleypa Rússum aftur inn.“Það er vert að vara við hávaða frá þyrlu forsetaembættisins í þessu myndbandi.President Trump has called for Russia to be reinstated into the G-7.https://t.co/yNILUZhtttpic.twitter.com/fcBb1x50Bx — NBC News (@NBCNews) June 8, 2018 Á undanförnum dögum hefur mikil spenna myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, eftir að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu varðandi innflutning málma. Aðrir leiðtogar G7 ríkja hafa gagnrýnt Trump og Trump hefur gagnrýnt þá á Twitter og sagt að Evrópuríkin væru þegar að beita tollum gegn Bandaríkjunum. Þá hótaði Trump að hækka tollana. Sömuleiðis er búist við deilum um kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann, en Trump hefur slitið Bandaríkjunum frá báðum samkomulögunum. Í aðdraganda helgarinnar hafa borist fréttir af því að Trump vildi ekki mæta hinum þjóðarleiðtogunum á fundinum í Kanada og var þeim möguleika velt upp að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, færi í hans stað. Trump er þó lagður af stað en hefur ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum líkur. Þaðan fer hann beint til Singapúr þar sem Trump mun hitta Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það sem situr hvað mest í Kanadamönnum og öðrum aðilum sem Trump hefur beitt tollum gegn er að hann fór fram hjá þinginu og sagði þetta snúa að þjóðaröryggi. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Bob Corker, lagði til að þingið myndi taka fram fyrir hendurnar á Trump og koma í veg fyrir að hann gæti beitt umræddum tollum án þingsins. Tillagan naut nokkurs stuðnings meðal þingmanna flokksins, sem eru ósáttir við aðgerðir forsetans gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna. Leiðtogar flokksins hafa þó gripið í taumana og vinna nú hörðum höndum af því að koma í veg fyrir að tillagan hljóti stuðning. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að Rússum yrði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu. Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. Aðrir leiðtogar hafa á undanförnum dögum þvertekið fyrir að Rússum verðu aftur hleypt inn í hópinn. Ummæli Trump eru líkleg til að ýta undir frekari deilar á leiðtogafundi G7 í Kanada um helgina. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Meðal þess sem til stendur að ræða á fundinum er að vernda lýðræði heimsins gegn afskiptum erlendra ríkja. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa haft afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, í þeim tilgangi að hjálpa Trump að vinna, og hafa varað við afskiptum þeirra af þingkosningum seinna á þessu ári. „Sko, ég elska landið okkar. Ég hef verið versta martröð Rússlands,“ sagði Trump. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, og það fylgir kannski ekki pólitískum rétttrúnaði, en við erum með heim sem við þurfum að stjórna. Þeir ættu að hleypa Rússum aftur inn.“Það er vert að vara við hávaða frá þyrlu forsetaembættisins í þessu myndbandi.President Trump has called for Russia to be reinstated into the G-7.https://t.co/yNILUZhtttpic.twitter.com/fcBb1x50Bx — NBC News (@NBCNews) June 8, 2018 Á undanförnum dögum hefur mikil spenna myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, eftir að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu varðandi innflutning málma. Aðrir leiðtogar G7 ríkja hafa gagnrýnt Trump og Trump hefur gagnrýnt þá á Twitter og sagt að Evrópuríkin væru þegar að beita tollum gegn Bandaríkjunum. Þá hótaði Trump að hækka tollana. Sömuleiðis er búist við deilum um kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann, en Trump hefur slitið Bandaríkjunum frá báðum samkomulögunum. Í aðdraganda helgarinnar hafa borist fréttir af því að Trump vildi ekki mæta hinum þjóðarleiðtogunum á fundinum í Kanada og var þeim möguleika velt upp að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, færi í hans stað. Trump er þó lagður af stað en hefur ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum líkur. Þaðan fer hann beint til Singapúr þar sem Trump mun hitta Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það sem situr hvað mest í Kanadamönnum og öðrum aðilum sem Trump hefur beitt tollum gegn er að hann fór fram hjá þinginu og sagði þetta snúa að þjóðaröryggi. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Bob Corker, lagði til að þingið myndi taka fram fyrir hendurnar á Trump og koma í veg fyrir að hann gæti beitt umræddum tollum án þingsins. Tillagan naut nokkurs stuðnings meðal þingmanna flokksins, sem eru ósáttir við aðgerðir forsetans gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna. Leiðtogar flokksins hafa þó gripið í taumana og vinna nú hörðum höndum af því að koma í veg fyrir að tillagan hljóti stuðning.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28