Renta Davíð Þorláksson skrifar 6. júní 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi þegar hann mælti fyrir lögum um veiðigjald árið 2012: „Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…“ Þótt ýmsar forsendur í þessu séu umdeilanlegar þá voru þetta forsendurnar sem lágu að baki gjaldinu. Veiðigjald væri því ekki hefðbundinn skattur og gjaldið ætti að fylgja afkomu greinarinnar. Í mars tók Deloitte saman skýrslu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni ríkisins. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um 22% árið 2016 og útlit er fyrir að samdrátturinn hafi verið 20-37% árið 2017. En hvernig er best að mæla rekstur í sjávarútvegi? Veiðigjaldsnefnd hefur þróað spálíkan til að reikna út afkomu veiða með minni tímatöf en gert er í lögum um veiðigjald. Ef reiknistofn yrði lækkaður til samræmis við niðurstöðu líkansins myndi hann lækka um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávarfiski. Í ljósi þessa hefur meirihluti atvinnuveganefndar lagt fram frumvarp til að leiðrétta veiðigjaldið í takt við afkomu greinarinnar, þó minna en spálíkanið gefur til kynna. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjald skili 8,3 milljörðum króna á þessu ári. Samkvæmt Fiskistofu námu álögð veiðigjöld 6,8 milljörðum á síðasta ári. Það hækkar því um 1,5 milljarða. Að sjálfsögðu standa þingmenn sem styðja tilvist veiðigjalds að þessari leiðréttingu. Ef þau gerðu það ekki væru forsendur gjaldsins brostnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Sjávarútvegur Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi þegar hann mælti fyrir lögum um veiðigjald árið 2012: „Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…“ Þótt ýmsar forsendur í þessu séu umdeilanlegar þá voru þetta forsendurnar sem lágu að baki gjaldinu. Veiðigjald væri því ekki hefðbundinn skattur og gjaldið ætti að fylgja afkomu greinarinnar. Í mars tók Deloitte saman skýrslu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni ríkisins. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um 22% árið 2016 og útlit er fyrir að samdrátturinn hafi verið 20-37% árið 2017. En hvernig er best að mæla rekstur í sjávarútvegi? Veiðigjaldsnefnd hefur þróað spálíkan til að reikna út afkomu veiða með minni tímatöf en gert er í lögum um veiðigjald. Ef reiknistofn yrði lækkaður til samræmis við niðurstöðu líkansins myndi hann lækka um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávarfiski. Í ljósi þessa hefur meirihluti atvinnuveganefndar lagt fram frumvarp til að leiðrétta veiðigjaldið í takt við afkomu greinarinnar, þó minna en spálíkanið gefur til kynna. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjald skili 8,3 milljörðum króna á þessu ári. Samkvæmt Fiskistofu námu álögð veiðigjöld 6,8 milljörðum á síðasta ári. Það hækkar því um 1,5 milljarða. Að sjálfsögðu standa þingmenn sem styðja tilvist veiðigjalds að þessari leiðréttingu. Ef þau gerðu það ekki væru forsendur gjaldsins brostnar.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar