Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2018 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og að heimurinn sé allur á móti honum. Hann sér sig sem fórnarlamb ósanngjarnra árása víðs vegar að. Elíta Bandaríkjanna, Demókratar, embættismenn ríkisins, fjölmiðlar heimsins og jafnvel löggæsluembætti Bandaríkjanna, eru meðal þeirra aðila sem forsetinn segir herja á hann með óréttlátum og jafnvel með ólögmætum hætti, að hans viti. Fórnarlambsviðhorf forsetans nær nú einnig til Bandaríkjanna sjálfra. Bandamenn Bandaríkjanna hafi níðst á þeim í áratugi og gert þau að féþúfu sinni. Með þessum hætti nær Trump til sinna helstu stuðningsmanna, sem sjálfum finnst komið fram við þá með ósanngjörnum hætti. Ríkidæmi hans, forréttindi og völd gleymast og fólk sér eingöngu mann sem „kerfið“ er að brjóta gegn, sem „kerfið“ er að halda niðri.Tístir óánægju sinni Forsetinn hefur sent frá sér fjölda tísta nú í morgun sem öll bera keim af því að illa sé komið fram við hann og Bandaríkin.Trump byrjaði tístin á því að segjast hafa verið 500 daga í starfi og að „margir“ telji hann hafa staðið sig betur enn alla aðra forseta Bandaríkjanna. „Ég má náða sjálfan mig,“ tísti Trump. Hann sagðist þó aldrei muna gera það því hann hafi ekki gert neitt af sér. Þó haldi óstöðvandi nornaveiðar gegn honum áfram. Í næstu tístum skrifaði forsetinn um það hvernig nágrannar Bandaríkjanna í Kanada og Mexíkó hefðu komið illa fram við bændur og að Bandaríkin hefðu gert gífurlega marga slæma viðskiptasamninga í gegnum árin. Því næst skrifaði hann að skipun Robert Mueller í embætti sérstaks saksóknara hefði brotið gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Þrátt fyrir það, spilum við leikinn því ég, ólíkt Demókrötum, hefi ekki gert neitt rangt!“ Sé litið fram hjá rangfærslum og lygum í þessum tístum er rauður þráður sjáanlegur: „Það eru allir vondir við mig og Bandaríkin!“Gömul taktík Þetta er ekkert nýtt hjá Donald Trump. Í bókinni „Art of the Deal“, sem gefin var út árið 1987, skrifaði Trump að hann líti á sjálfan sig sem fórnarlamb til að réttlæta það að ráðast á óvini sína.„Þegar fólk kemur illa fram við mig, er ósanngjarnt eða reynir að nota mig, eru mín fyrstu viðbrögð að berjast mjög harkalega á móti.“ Á öðrum stað talaði forsetinn um að hann ýki eða fari rangt með til að spila á ímyndunarafl fólks. „Ég kalla þetta sannsögulegar ýkjur. Þetta eru saklausar ýkjur og þær virka mjög vel sem kynning.“Washington Post hefur eftir Michael D’Antonio, sem gaf út ævisögu Trump árið 2015, að hann hefði notað kvartanir sem markaðstól um áraraðir. Sem dæmi nefndi hann atvik á áttunda áratugnum þegar fjölskyldufyrirtæki Trump var sakað um að neita að leigja íbúðir til þeldökks fólks. Þá lýsti Trump því yfir að fjölskylda hans væri fórnarlamb „öfugrar mismununar“. Slíkur málstaður fellur vel í kramið hjá hvítu fólki sem telur sig ekki njóta neinna forréttinda og þarf að hafa mikið fyrir öllu sínu. „Hann er krakkinn sem er sífellt kvartandi yfir því að lífið sé ósanngjarnt á sama tíma og einkabílstjóri á Rolls-Royce sækir hann,“ segir D‘Antonio.Vælið virkar Svo virðist sem að þessi fórnarlambsvæðing forseta Bandaríkjanna hafi virkað, að einhverju leyti að minnsta kosti. Meðal annars má benda á að meirihluti Repúblikana telur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, reyna að koma sök á Trump. Þá hefur Trump ítrekað ranglega haldið því fram á undanförnum vikum að FBI hafi, fyrir tilstilli Demókrata, komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs síns. Ekkert hefur komið fram sem styður þau ummæli. Þess í stað notaðist FBI við heimildarmann. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og Demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita Repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í viðtölum að þessum ásökunum Trump hefði einungis verið ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og takmarka hættuna á því að Trump verði ákærður. Þingmenn sem fengið hafa upplýsingar um umræddan heimildarmann og aðgerð FBI segja ekkert til í ásökunum forsetans. Trump myndi þó mögulega kalla þetta „sannsögulegar ýkjur“ og „góða kynningu“. Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Kanada Mexíkó Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og að heimurinn sé allur á móti honum. Hann sér sig sem fórnarlamb ósanngjarnra árása víðs vegar að. Elíta Bandaríkjanna, Demókratar, embættismenn ríkisins, fjölmiðlar heimsins og jafnvel löggæsluembætti Bandaríkjanna, eru meðal þeirra aðila sem forsetinn segir herja á hann með óréttlátum og jafnvel með ólögmætum hætti, að hans viti. Fórnarlambsviðhorf forsetans nær nú einnig til Bandaríkjanna sjálfra. Bandamenn Bandaríkjanna hafi níðst á þeim í áratugi og gert þau að féþúfu sinni. Með þessum hætti nær Trump til sinna helstu stuðningsmanna, sem sjálfum finnst komið fram við þá með ósanngjörnum hætti. Ríkidæmi hans, forréttindi og völd gleymast og fólk sér eingöngu mann sem „kerfið“ er að brjóta gegn, sem „kerfið“ er að halda niðri.Tístir óánægju sinni Forsetinn hefur sent frá sér fjölda tísta nú í morgun sem öll bera keim af því að illa sé komið fram við hann og Bandaríkin.Trump byrjaði tístin á því að segjast hafa verið 500 daga í starfi og að „margir“ telji hann hafa staðið sig betur enn alla aðra forseta Bandaríkjanna. „Ég má náða sjálfan mig,“ tísti Trump. Hann sagðist þó aldrei muna gera það því hann hafi ekki gert neitt af sér. Þó haldi óstöðvandi nornaveiðar gegn honum áfram. Í næstu tístum skrifaði forsetinn um það hvernig nágrannar Bandaríkjanna í Kanada og Mexíkó hefðu komið illa fram við bændur og að Bandaríkin hefðu gert gífurlega marga slæma viðskiptasamninga í gegnum árin. Því næst skrifaði hann að skipun Robert Mueller í embætti sérstaks saksóknara hefði brotið gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Þrátt fyrir það, spilum við leikinn því ég, ólíkt Demókrötum, hefi ekki gert neitt rangt!“ Sé litið fram hjá rangfærslum og lygum í þessum tístum er rauður þráður sjáanlegur: „Það eru allir vondir við mig og Bandaríkin!“Gömul taktík Þetta er ekkert nýtt hjá Donald Trump. Í bókinni „Art of the Deal“, sem gefin var út árið 1987, skrifaði Trump að hann líti á sjálfan sig sem fórnarlamb til að réttlæta það að ráðast á óvini sína.„Þegar fólk kemur illa fram við mig, er ósanngjarnt eða reynir að nota mig, eru mín fyrstu viðbrögð að berjast mjög harkalega á móti.“ Á öðrum stað talaði forsetinn um að hann ýki eða fari rangt með til að spila á ímyndunarafl fólks. „Ég kalla þetta sannsögulegar ýkjur. Þetta eru saklausar ýkjur og þær virka mjög vel sem kynning.“Washington Post hefur eftir Michael D’Antonio, sem gaf út ævisögu Trump árið 2015, að hann hefði notað kvartanir sem markaðstól um áraraðir. Sem dæmi nefndi hann atvik á áttunda áratugnum þegar fjölskyldufyrirtæki Trump var sakað um að neita að leigja íbúðir til þeldökks fólks. Þá lýsti Trump því yfir að fjölskylda hans væri fórnarlamb „öfugrar mismununar“. Slíkur málstaður fellur vel í kramið hjá hvítu fólki sem telur sig ekki njóta neinna forréttinda og þarf að hafa mikið fyrir öllu sínu. „Hann er krakkinn sem er sífellt kvartandi yfir því að lífið sé ósanngjarnt á sama tíma og einkabílstjóri á Rolls-Royce sækir hann,“ segir D‘Antonio.Vælið virkar Svo virðist sem að þessi fórnarlambsvæðing forseta Bandaríkjanna hafi virkað, að einhverju leyti að minnsta kosti. Meðal annars má benda á að meirihluti Repúblikana telur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, reyna að koma sök á Trump. Þá hefur Trump ítrekað ranglega haldið því fram á undanförnum vikum að FBI hafi, fyrir tilstilli Demókrata, komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs síns. Ekkert hefur komið fram sem styður þau ummæli. Þess í stað notaðist FBI við heimildarmann. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og Demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita Repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í viðtölum að þessum ásökunum Trump hefði einungis verið ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og takmarka hættuna á því að Trump verði ákærður. Þingmenn sem fengið hafa upplýsingar um umræddan heimildarmann og aðgerð FBI segja ekkert til í ásökunum forsetans. Trump myndi þó mögulega kalla þetta „sannsögulegar ýkjur“ og „góða kynningu“.
Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Kanada Mexíkó Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40
Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18
Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13
Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36
Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27
Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00