Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar. Ríkisstjórnin veit að hún á óuppgerð mál við kjósendur. Reyndar telja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sig ekki eiga neitt óuppgert við kjósendur þegar kemur að veiðigjöldunum, lág veiðigjöld á núverandi formi er þeirra meðvitaða stefna og vilja þeir helst engu breyta frá núverandi fyrirkomulagi. Vinstri græn töluðu aftur á móti fjálglega fyrir kosningar fyrir hækkun veiðigjalda. Efndirnar eru lækkun gjaldanna.Skattaspor heimilanna Hugtakið „skattaspor“ er óspart notað af útgerðinni og málsvörum hennar og á að vera einhvers konar réttlæting á því að útgerðinni er ekki gert að greiða sams konar veiðigjald til þjóðarinnar og hún greiðir fyrir öll önnur aðföng þ.m.t. olíu til olíufélaganna og veiðarfæri til veiðarfærasalanna. Þjóðin á aftur á móti að þurfa að sætta sig við að notkunargjald fiskimiðanna sé ákvarðað á Alþingi. Þegar útgerðin og málsvarar útgerðanna tala um „skattaspor“ þá eru talin upp þau opinberu gjöld sem útgerðirnar greiða sem er að mestu leyti skattar og gjöld sem öll fyrirtæki á Íslandi greiða hvort sem er, útgerðir sem og önnur fyrirtæki. En „skattaspor“ má skoða með ýmsu móti. Þannig má til sanns vegar færa að „skattaspor“ hjóna með tvö börn á skólaaldri sé hlutfallslega stærra heldur en „skattaspor“ sjávarútvegsins. Hjónin þurfa að greiða beina skatta af launum sínum auk óbeinna skatta af öllum keyptum vörum til heimilisins til að fæða og klæða börn sín og sig sjálf. Hlutfallslegur kostnaður þeirra af opinberum gjöldum er síst minni heldur en sá kostnaður sem sjávarútvegurinn greiðir hinu opinbera. Vegna umfangs sjávarútvegsins nema greiðslur útgerðarinnar háum fjárhæðum. Málsvarar útgerðanna sjá svo um að tíunda þetta reglulega eins og að hér sé um einhvers konar ölmusu að ræða sem sjávarútvegurinn af góðsemi einni saman greiðir í ríkissjóð en ekki greiðsla sem þeim ber að inna af hendi nákvæmlega eins og hjónum með tvö börn er gert að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Sjávarútvegur Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar. Ríkisstjórnin veit að hún á óuppgerð mál við kjósendur. Reyndar telja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sig ekki eiga neitt óuppgert við kjósendur þegar kemur að veiðigjöldunum, lág veiðigjöld á núverandi formi er þeirra meðvitaða stefna og vilja þeir helst engu breyta frá núverandi fyrirkomulagi. Vinstri græn töluðu aftur á móti fjálglega fyrir kosningar fyrir hækkun veiðigjalda. Efndirnar eru lækkun gjaldanna.Skattaspor heimilanna Hugtakið „skattaspor“ er óspart notað af útgerðinni og málsvörum hennar og á að vera einhvers konar réttlæting á því að útgerðinni er ekki gert að greiða sams konar veiðigjald til þjóðarinnar og hún greiðir fyrir öll önnur aðföng þ.m.t. olíu til olíufélaganna og veiðarfæri til veiðarfærasalanna. Þjóðin á aftur á móti að þurfa að sætta sig við að notkunargjald fiskimiðanna sé ákvarðað á Alþingi. Þegar útgerðin og málsvarar útgerðanna tala um „skattaspor“ þá eru talin upp þau opinberu gjöld sem útgerðirnar greiða sem er að mestu leyti skattar og gjöld sem öll fyrirtæki á Íslandi greiða hvort sem er, útgerðir sem og önnur fyrirtæki. En „skattaspor“ má skoða með ýmsu móti. Þannig má til sanns vegar færa að „skattaspor“ hjóna með tvö börn á skólaaldri sé hlutfallslega stærra heldur en „skattaspor“ sjávarútvegsins. Hjónin þurfa að greiða beina skatta af launum sínum auk óbeinna skatta af öllum keyptum vörum til heimilisins til að fæða og klæða börn sín og sig sjálf. Hlutfallslegur kostnaður þeirra af opinberum gjöldum er síst minni heldur en sá kostnaður sem sjávarútvegurinn greiðir hinu opinbera. Vegna umfangs sjávarútvegsins nema greiðslur útgerðarinnar háum fjárhæðum. Málsvarar útgerðanna sjá svo um að tíunda þetta reglulega eins og að hér sé um einhvers konar ölmusu að ræða sem sjávarútvegurinn af góðsemi einni saman greiðir í ríkissjóð en ekki greiðsla sem þeim ber að inna af hendi nákvæmlega eins og hjónum með tvö börn er gert að gera.
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar