Þingið blekkt í veiðigjaldaumræðu Þorsteinn Víglundsson skrifar 2. júní 2018 11:09 Meirihluti atvinnuveganefndar lagði í vikunni fram frumvarp á Alþingi til lækkunar á veiðigjöldum. Verði það að lögum munu veiðigjöld á árinu 2018 lækka um tæpa 3 milljarða króna, úr 11 milljörðum í rúma 8 milljarða króna. Rökstuðningurinn að baki lækkuninni er versnandi afkoma greinarinnar vegna styrkingar íslensku krónunnar auk þess sem heimild til álagningar veiðigjalds í núgildandi lögum fellur úr gildi í lok yfirstandandi fiskveiðiárs þann 31. ágúst næstkomandi. Þá hafi afkoma lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja versnað til muna og því sé nauðsynlegt að bregðast við. Formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, hefur raunar fullyrt að afkoma sjávarútvegs sé komin að ákveðnum þolmörkum. Þegar staðreyndir þessa máls eru skoðaðar kemur hins vegar í ljós tilraun stjórnarmeirihlutans til að þröngva í gegn lækkun veiðigjalda á síðustu starfsdögum þingsins með hreinum og klárum blekkingum. Hér er fast að orðið kveðið en full innistæða er fyrir því ef horft er til eftirfarandi staðreynda.Framúrskarandi arðsemi sjávarútvegs Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur afkoma útgerðarinnar verið með eindæmum góð á undanförnum árum, sem er fagnaðarefni. Þannig hefur hagnaðarhlutfall útgerðarinnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) verið um 25% að meðaltali frá 2008 og ekki að sjá að nein stórkostleg breyting hafi orðið þar á. Sambærilegt hlutfall fyrir íslenskt atvinnulíf er um 13% á sama tíma. Rétt er að hafa í huga að í uppgjöri útgerðarinnar eru veiðigjöld færð meðal rekstrargjalda og því um framlegð eftir greiðslu veiðigjalda að ræða. Arðsemi sjávarútvegs hefur því verið langtum meiri en almennt gengur og gerist í rekstri fyrirtækja hér á landi. Sömu þróun má sjá þegar horft er til eiginfjárhlutfalls greinarinnar sem hefur farið úr því að vera neikvætt árið 2008 í 42% árið 2016, þrátt fyrir miklar fjárfestingar og arðgreiðslur. Afkoman hefur því í alla staði verið framúrskarandi, sem er auðvitað fagnaðarefni fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Fiskverð hefur haldist hátt á alþjóðamörkuðum og má sem dæmi nefna að útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist um þriðjung það sem af er þessu ári. Þetta er auðvitað „krísa“.Í öðru lagi er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru reiknuð út frá afkomu greinarinnar hverju sinni. Það var algerlega fyrirséð að veiðigjöld þessa árs yrðu há vegna góðrar afkomu áranna 2015 og 2016 sem lögð eru til viðmiðunar í ár. Það hefur alla tíð legið fyrir að veiðigjöldin eru greidd eftir á með þessum hætti og því fjarstæðukennt að ákveða að lækka þau nú, þó svo afkoman sé lakari í ár en á viðmiðunarárinu. Það kom til að mynda aldrei til tals að hækka veiðigjöldin á árunum 2015 og 2016 þó svo afkoman þau ár væri langtum betri en á þeim árum sem þá voru til grundvallar útreiknings veiðigjaldsins, enda hefði það verið óeðlilegt. Hér er því um eftiráskýringu að ræða og hreinan fyrirslátt þegar undirliggjandi áform eru einfaldlega að lækka gjöldin til frambúðar. Í þriðja lagi er því síðan slegið fram að afkoma lítilla og meðalstórra útgerða sé mun lakari en þeirra stærri. Það er mjög villandi og kemur raunar skýrt fram í þeim afkomutölum sem Hagstofan birtir um afkomu fyrirtækja eftir stærð. Afkoma smæstu útgerða sem hlutfall af veltu virðist nokkuð áþekk afkomu þeirra stærstu. Eftir mínum heimildum er það í samræmi við niðurstöðu samantektar um afkomu útgerðarinnar sem unnin var fyrir Atvinnuvegaráðuneytið, þ.e. að ekki sé hægt að draga neinar skýrar ályktanir um afkomu útgerða eftir stærð aðrar en þær að meiri dreifing sé á framlegð lítilla og meðalstórra útgerða en þeirra stærstu. Það er síðan annað mál að hægt væri að lækka veiðigjöld á smærri útgerðir með litlum útgjöldum fyrir ríkissjóð ef vilji stendur til þess, enda um 80% aflaheimilda á höndum þrjátíu stærstu útgerðanna.Grímulaus sérhagsmunagæsla Sannleikurinn er einfaldlega sá að ríkisstjórnarflokkarnir þrír vilja greinilega miklu til kosta til að lækka veiðigjöldin. Ýmislegt mætti lagfæra í veiðigjaldakerfinu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til endurskoðunar á fyrirkomulagi þeirra á undanförnum árum. Sú virðist áfram vera raunin, nú með stuðningi Vinstri grænna. Það væri auðvitað hægt að segja margt um þá forgangsröðun að lækka veiðigjöldin á sama tíma og ekki var t.d. hægt að uppfæra viðmiðunarfjárhæðir barna- og vaxtabóta í fjárlögum þessa árs, fjármagn skortir til samgöngumála og svo mætti áfram telja. Ég ætla ekki að skemmta skrattanum með því að fara nánar út í þá sálma. Kjarni máls er að vissulega hefur styrking krónunnar haft neikvæð áhrif á allar útflutningsgreinar landsins. Víða kreppir verulega að í þeim efnum og sjá má afleiðingarnar meðal annars í neikvæðri þróun ferðaþjónustunnar, vandamálum tækni- og sprotafyrirtækja og svo mætti áfram telja. Þessi ríkisstjórn hefur hins vegar engin áform uppi um að taka á þeim vanda sem fylgir lítilli og óstöðugri mynt. Stjórnin hefur engan áhuga á vanda annarra útflutningsatvinnugreina. Afkomutölur sjávarútvegsins sýna að þar er engin krísa á ferðinni. Ég hygg í það minnsta að flestar aðrar atvinnugreinar landsins myndu þiggja slíkt „krísuástand“ í sínum rekstri. Hér er einfaldlega um grímulausa sérhagsmunagæslu að ræða af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar lagði í vikunni fram frumvarp á Alþingi til lækkunar á veiðigjöldum. Verði það að lögum munu veiðigjöld á árinu 2018 lækka um tæpa 3 milljarða króna, úr 11 milljörðum í rúma 8 milljarða króna. Rökstuðningurinn að baki lækkuninni er versnandi afkoma greinarinnar vegna styrkingar íslensku krónunnar auk þess sem heimild til álagningar veiðigjalds í núgildandi lögum fellur úr gildi í lok yfirstandandi fiskveiðiárs þann 31. ágúst næstkomandi. Þá hafi afkoma lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja versnað til muna og því sé nauðsynlegt að bregðast við. Formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, hefur raunar fullyrt að afkoma sjávarútvegs sé komin að ákveðnum þolmörkum. Þegar staðreyndir þessa máls eru skoðaðar kemur hins vegar í ljós tilraun stjórnarmeirihlutans til að þröngva í gegn lækkun veiðigjalda á síðustu starfsdögum þingsins með hreinum og klárum blekkingum. Hér er fast að orðið kveðið en full innistæða er fyrir því ef horft er til eftirfarandi staðreynda.Framúrskarandi arðsemi sjávarútvegs Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur afkoma útgerðarinnar verið með eindæmum góð á undanförnum árum, sem er fagnaðarefni. Þannig hefur hagnaðarhlutfall útgerðarinnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) verið um 25% að meðaltali frá 2008 og ekki að sjá að nein stórkostleg breyting hafi orðið þar á. Sambærilegt hlutfall fyrir íslenskt atvinnulíf er um 13% á sama tíma. Rétt er að hafa í huga að í uppgjöri útgerðarinnar eru veiðigjöld færð meðal rekstrargjalda og því um framlegð eftir greiðslu veiðigjalda að ræða. Arðsemi sjávarútvegs hefur því verið langtum meiri en almennt gengur og gerist í rekstri fyrirtækja hér á landi. Sömu þróun má sjá þegar horft er til eiginfjárhlutfalls greinarinnar sem hefur farið úr því að vera neikvætt árið 2008 í 42% árið 2016, þrátt fyrir miklar fjárfestingar og arðgreiðslur. Afkoman hefur því í alla staði verið framúrskarandi, sem er auðvitað fagnaðarefni fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Fiskverð hefur haldist hátt á alþjóðamörkuðum og má sem dæmi nefna að útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist um þriðjung það sem af er þessu ári. Þetta er auðvitað „krísa“.Í öðru lagi er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru reiknuð út frá afkomu greinarinnar hverju sinni. Það var algerlega fyrirséð að veiðigjöld þessa árs yrðu há vegna góðrar afkomu áranna 2015 og 2016 sem lögð eru til viðmiðunar í ár. Það hefur alla tíð legið fyrir að veiðigjöldin eru greidd eftir á með þessum hætti og því fjarstæðukennt að ákveða að lækka þau nú, þó svo afkoman sé lakari í ár en á viðmiðunarárinu. Það kom til að mynda aldrei til tals að hækka veiðigjöldin á árunum 2015 og 2016 þó svo afkoman þau ár væri langtum betri en á þeim árum sem þá voru til grundvallar útreiknings veiðigjaldsins, enda hefði það verið óeðlilegt. Hér er því um eftiráskýringu að ræða og hreinan fyrirslátt þegar undirliggjandi áform eru einfaldlega að lækka gjöldin til frambúðar. Í þriðja lagi er því síðan slegið fram að afkoma lítilla og meðalstórra útgerða sé mun lakari en þeirra stærri. Það er mjög villandi og kemur raunar skýrt fram í þeim afkomutölum sem Hagstofan birtir um afkomu fyrirtækja eftir stærð. Afkoma smæstu útgerða sem hlutfall af veltu virðist nokkuð áþekk afkomu þeirra stærstu. Eftir mínum heimildum er það í samræmi við niðurstöðu samantektar um afkomu útgerðarinnar sem unnin var fyrir Atvinnuvegaráðuneytið, þ.e. að ekki sé hægt að draga neinar skýrar ályktanir um afkomu útgerða eftir stærð aðrar en þær að meiri dreifing sé á framlegð lítilla og meðalstórra útgerða en þeirra stærstu. Það er síðan annað mál að hægt væri að lækka veiðigjöld á smærri útgerðir með litlum útgjöldum fyrir ríkissjóð ef vilji stendur til þess, enda um 80% aflaheimilda á höndum þrjátíu stærstu útgerðanna.Grímulaus sérhagsmunagæsla Sannleikurinn er einfaldlega sá að ríkisstjórnarflokkarnir þrír vilja greinilega miklu til kosta til að lækka veiðigjöldin. Ýmislegt mætti lagfæra í veiðigjaldakerfinu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til endurskoðunar á fyrirkomulagi þeirra á undanförnum árum. Sú virðist áfram vera raunin, nú með stuðningi Vinstri grænna. Það væri auðvitað hægt að segja margt um þá forgangsröðun að lækka veiðigjöldin á sama tíma og ekki var t.d. hægt að uppfæra viðmiðunarfjárhæðir barna- og vaxtabóta í fjárlögum þessa árs, fjármagn skortir til samgöngumála og svo mætti áfram telja. Ég ætla ekki að skemmta skrattanum með því að fara nánar út í þá sálma. Kjarni máls er að vissulega hefur styrking krónunnar haft neikvæð áhrif á allar útflutningsgreinar landsins. Víða kreppir verulega að í þeim efnum og sjá má afleiðingarnar meðal annars í neikvæðri þróun ferðaþjónustunnar, vandamálum tækni- og sprotafyrirtækja og svo mætti áfram telja. Þessi ríkisstjórn hefur hins vegar engin áform uppi um að taka á þeim vanda sem fylgir lítilli og óstöðugri mynt. Stjórnin hefur engan áhuga á vanda annarra útflutningsatvinnugreina. Afkomutölur sjávarútvegsins sýna að þar er engin krísa á ferðinni. Ég hygg í það minnsta að flestar aðrar atvinnugreinar landsins myndu þiggja slíkt „krísuástand“ í sínum rekstri. Hér er einfaldlega um grímulausa sérhagsmunagæslu að ræða af hálfu ríkisstjórnarflokkanna.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun