Sykurspeni fótboltans Lára G. Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2018 07:00 „Ég hélt með Íslendingum,“ hvíslaði Englendingurinn að mér eftir hinn eftirminnilega sigur gegn Englandi. Ég fylltist stolti. Fannst svalt að geta kallað mig Íslending. Heimsbyggðin hélt með okkur og gapti yfir kjarki og krafti víkingastrákanna. Árangur íslenska karlalandsliðsins fær hárin til að rísa og fangar auglýsingin „Saman með Coca-Cola“ ágætlega tilfinninguna. Undir takti víkingaklappsins víðfræga sjáum við sveitasamfélag í stórbrotnu landslagi, landsmenn kljást við harkalegt veðurfar, hreystimenni taka á því og börn hylla strákana okkar. Og Coca-Cola er aldrei langt undan. Þá rísa hárin hjá mér aftur – en ekki af góðu. Að tengja heimsins hraustustu íþróttamenn við gosdrykk sem veikir okkur er furðulegt. Coca-Cola hefur auglýst á HM síðan 1950 og hefur tryggt sér samning við FIFA til ársins 2030. Pepsi lætur sitt ekki eftir liggja og merkir sína gosdrykki með frægustu fótboltastjörnum heims. Messi fær 230 milljónir og Gylfi væntanlega góða summu. Allt hefur þetta sinn tilgang. Coca-Cola og Pepsi fá fleiri viðskiptavini, KSÍ og fótboltahetjurnar væna upphæð í vasann og við almúginn sykursýki, hjartaáföll, þvagsýrugigt, tannskemmdir og stærri björgunarhring um mittið! Fyrir hvern 230 ml sykurdrykk sem barn sýpur á dag aukast líkurnar á að það verði of feitt um 60% og ef þú drekkur hálfan lítra af gosi á dag er hætta á að þú þyngist um 11 kíló á ári. Það væri óskandi að KSÍ klippti á strenginn við gosdrykkjafyrirtækin og hætti að hvetja ungmenni þessa lands til að leggjast á sykurspena. Víkingastrákarnir eru til fyrirmyndar – gosdrykkir eru það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
„Ég hélt með Íslendingum,“ hvíslaði Englendingurinn að mér eftir hinn eftirminnilega sigur gegn Englandi. Ég fylltist stolti. Fannst svalt að geta kallað mig Íslending. Heimsbyggðin hélt með okkur og gapti yfir kjarki og krafti víkingastrákanna. Árangur íslenska karlalandsliðsins fær hárin til að rísa og fangar auglýsingin „Saman með Coca-Cola“ ágætlega tilfinninguna. Undir takti víkingaklappsins víðfræga sjáum við sveitasamfélag í stórbrotnu landslagi, landsmenn kljást við harkalegt veðurfar, hreystimenni taka á því og börn hylla strákana okkar. Og Coca-Cola er aldrei langt undan. Þá rísa hárin hjá mér aftur – en ekki af góðu. Að tengja heimsins hraustustu íþróttamenn við gosdrykk sem veikir okkur er furðulegt. Coca-Cola hefur auglýst á HM síðan 1950 og hefur tryggt sér samning við FIFA til ársins 2030. Pepsi lætur sitt ekki eftir liggja og merkir sína gosdrykki með frægustu fótboltastjörnum heims. Messi fær 230 milljónir og Gylfi væntanlega góða summu. Allt hefur þetta sinn tilgang. Coca-Cola og Pepsi fá fleiri viðskiptavini, KSÍ og fótboltahetjurnar væna upphæð í vasann og við almúginn sykursýki, hjartaáföll, þvagsýrugigt, tannskemmdir og stærri björgunarhring um mittið! Fyrir hvern 230 ml sykurdrykk sem barn sýpur á dag aukast líkurnar á að það verði of feitt um 60% og ef þú drekkur hálfan lítra af gosi á dag er hætta á að þú þyngist um 11 kíló á ári. Það væri óskandi að KSÍ klippti á strenginn við gosdrykkjafyrirtækin og hætti að hvetja ungmenni þessa lands til að leggjast á sykurspena. Víkingastrákarnir eru til fyrirmyndar – gosdrykkir eru það ekki.
Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun