Hvar má þetta? Þórarinn Guðnason skrifar 13. júní 2018 07:00 Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun