Einræðisherra í ímyndarherferð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2018 10:00 Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar