Ekki víst að ég komist inn Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 08:00 Ingibjörg er að vinna í kirkjugarði og er ánægð með að viðtalið birtist innan um andlátsauglýsingar. "Ég er vön að vera innan um dáið fólk,“ segir hún. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira