Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra Anna María Jónsdóttir skrifar 21. júní 2018 06:25 Ljósmóðir er fegursta orð íslenskrar tungu. Þetta var niðurstaða kosningar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hugvísindasviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku. Á þessu augnabliki í lífi foreldra og barns er ljósmóðirin í lykilhlutverki. Hún lítur eftir, leiðbeinir og hvetur móðurina (og föðurinn þegar á þarf að halda) í gegnum þessa oft á tíðum yfirþyrmandi reynslu, sem getur vakið vanmátt, ótta og jafnvel skelfingu á köflum. Sérstaklega þegar um fyrsta barn er að ræða eða saga er um áföll eða erfiðleika við fyrri fæðingar. Flest höfum við litið dagsins ljós með aðstoð þessarra mikilvægu kvenna og þeir sem hafa átt börn muna sennilega allir eftir ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þeirra. Ljósmæður spila þannig stórt hlutverk í lífi okkar allra. En hvernig getur þessi mikilvæga stétt sem tók á móti okkur í heiminn verið svo vanvirt og vanmetin að hún þurfi að standa í harðri kjarabaráttu til að fá eðlilega og sjálfsagða viðurkenningu á námi sínu og starfi með sanngjörnum launum. Líklegasta skýringin er að ljósmæður eru kvennastétt. Þrátt fyrir að Íslendingar standi framar öðrum þjóðum varðandi jafnrétti þá höfum við alls ekki náð því takmarki að konur og karlar séu metin til jafns þegar kemur að launum. Það er skömm. Umönnunarstörf eru enn að mestu kvennastörf og jafnan verr launuð en karlastörf, og í þeim karlastörfum sem konum hefur fjölgað hafa laun lækkað. Ég tel að það sem konur hafa gert í gegnum aldirnar hafi verið stórlega vanmetið. Það verður ekki raunverulegt jafnrétti fyrr en kvennastörf verða metin til jafns við hefðbundin karlastörf. Þá verður það jafnverðmætt og eftirsóknarvert að hlúa að börnum eins og það er að höndla með peninga. Síðustu áratugi hefur verið ört vaxandi vísindaleg þekking á þeim verðmætum sem felast í því að hlúa að börnum. Sem dæmi hefur James Heckman Nóbelsverðlaunahafi í Hagfræði, sýnt fram á það að þjóðfélag fær mest tilbaka fyrir fjárfestingar sem fyrst á ævi einstaklingsins og allra mest með því að byrja á meðgöngunni. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er gífurlega mikilvægur tími vegna viðkvæms mótunartíma og heilaþroska ungbarnsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt að á þessum tíma verður mikil breyting á heila foreldra. Að verða foreldri er eitt mikilvægasta þroskaverkefni lífsins. Það að skapa fæðandi konum tryggar og góðar aðstæður til að eignast barn sitt stuðlar að velferð og vellíðan nýbakaðra foreldra og barna. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef eitthvað fer úrskeiðis á þessum tíma. Skotar hafa nýlega bætt við 500 nýjum ljósmæðrum í sína heilbrigðisþjónustu, þeir hafa séð ,,ljósið” varðandi mikilvægi þessarar stéttar. Það er ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á það hversu mikilvægt það er að stjórnvöld og okkar góða samfélag standi vörð um þjónustu ljósmæðra, svo þær geti áfram sinnt fegursta og í mínum huga einu mikilvægasta starfi samfélagsins af sinni alkunnu alúð og fagmennsku. Stjórnvöld og allt hugsandi fólk ætti að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að ljósmæður fái viðunandi kjarabætur…..STRAX!Höfundur er geðlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ljósmóðir er fegursta orð íslenskrar tungu. Þetta var niðurstaða kosningar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hugvísindasviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku. Á þessu augnabliki í lífi foreldra og barns er ljósmóðirin í lykilhlutverki. Hún lítur eftir, leiðbeinir og hvetur móðurina (og föðurinn þegar á þarf að halda) í gegnum þessa oft á tíðum yfirþyrmandi reynslu, sem getur vakið vanmátt, ótta og jafnvel skelfingu á köflum. Sérstaklega þegar um fyrsta barn er að ræða eða saga er um áföll eða erfiðleika við fyrri fæðingar. Flest höfum við litið dagsins ljós með aðstoð þessarra mikilvægu kvenna og þeir sem hafa átt börn muna sennilega allir eftir ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þeirra. Ljósmæður spila þannig stórt hlutverk í lífi okkar allra. En hvernig getur þessi mikilvæga stétt sem tók á móti okkur í heiminn verið svo vanvirt og vanmetin að hún þurfi að standa í harðri kjarabaráttu til að fá eðlilega og sjálfsagða viðurkenningu á námi sínu og starfi með sanngjörnum launum. Líklegasta skýringin er að ljósmæður eru kvennastétt. Þrátt fyrir að Íslendingar standi framar öðrum þjóðum varðandi jafnrétti þá höfum við alls ekki náð því takmarki að konur og karlar séu metin til jafns þegar kemur að launum. Það er skömm. Umönnunarstörf eru enn að mestu kvennastörf og jafnan verr launuð en karlastörf, og í þeim karlastörfum sem konum hefur fjölgað hafa laun lækkað. Ég tel að það sem konur hafa gert í gegnum aldirnar hafi verið stórlega vanmetið. Það verður ekki raunverulegt jafnrétti fyrr en kvennastörf verða metin til jafns við hefðbundin karlastörf. Þá verður það jafnverðmætt og eftirsóknarvert að hlúa að börnum eins og það er að höndla með peninga. Síðustu áratugi hefur verið ört vaxandi vísindaleg þekking á þeim verðmætum sem felast í því að hlúa að börnum. Sem dæmi hefur James Heckman Nóbelsverðlaunahafi í Hagfræði, sýnt fram á það að þjóðfélag fær mest tilbaka fyrir fjárfestingar sem fyrst á ævi einstaklingsins og allra mest með því að byrja á meðgöngunni. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er gífurlega mikilvægur tími vegna viðkvæms mótunartíma og heilaþroska ungbarnsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt að á þessum tíma verður mikil breyting á heila foreldra. Að verða foreldri er eitt mikilvægasta þroskaverkefni lífsins. Það að skapa fæðandi konum tryggar og góðar aðstæður til að eignast barn sitt stuðlar að velferð og vellíðan nýbakaðra foreldra og barna. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef eitthvað fer úrskeiðis á þessum tíma. Skotar hafa nýlega bætt við 500 nýjum ljósmæðrum í sína heilbrigðisþjónustu, þeir hafa séð ,,ljósið” varðandi mikilvægi þessarar stéttar. Það er ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á það hversu mikilvægt það er að stjórnvöld og okkar góða samfélag standi vörð um þjónustu ljósmæðra, svo þær geti áfram sinnt fegursta og í mínum huga einu mikilvægasta starfi samfélagsins af sinni alkunnu alúð og fagmennsku. Stjórnvöld og allt hugsandi fólk ætti að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að ljósmæður fái viðunandi kjarabætur…..STRAX!Höfundur er geðlæknir
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar