Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana! Birgir Guðjónsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“ Parkinsonsjúkdómur er ólæknandi, krónískur sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum með einstaklingsbundinni nákvæmlega tímasettri lyfjagjöf og sjúkraþjálfun og skapa sjúklingum ásættanleg lífsgæði í nokkurn tíma. Það voru gleðitíðindi að ungur læknir í sérnámi við eitt fremsta háskólasjúkrahús vestan hafs hefði lagt sig eftir greiningu og meðferð á Parkinsonsjúkdómi. Læknirinn vill snúa heim og hefur leitað eftir starfsmöguleikum með því að komast á starfssamning við Sjúkratryggingar Íslands en var hafnað að fyrirmælum ráðherra. Skilaboð ráðherra virðast skýr; gamlingjar og gömlu úrræðin eru nógu góð fyrir Parkinsonsjúklinga (sem og aðra sjúklinga). Íslenskir læknar eins og viðkomandi sérfræðingur hafa oft komist að í sérnám erlendis við bestu háskólastofnanir og tekið þátt í framþróun læknisfræðinnar. Þekking þeirra og reynsla telst þá mikil verðmæti og þeim bjóðast oft störf í námslandinu. Flestir vilja koma heim en mörgum hefur verið hafnað til starfa í eigin heimalandi. Svo virðist í þessu tilfelli. Hagkvæmis vegna er eitt meginmarkmið í heilbrigðisþjónustu víða um heim að færa sem mest af greiningu og meðferð sjúkdóma út úr legurýmum sjúkrahúsa (hvað þá mygluðum!) í „ambulant“ aðstöðu, þ.e. læknastofur eða göngudeildir. Sérfræðingar á einkastofum höfðu veitt slíka þjónustu áratugum saman áður en skilningur á þessu kom til hjá LSH sem stofnsetti fyrstu göngudeildina 1974 og þá eingöngu fyrir einn ákveðinn sjúkdóm. Þróunin síðan hefur verið hæg. Markmið ráðherra virðist vera að sporna við starfi sjálfstæðra lækna þó augljóst sé að LSH geti ekki tekið þessa þjónustu að sér og skammta þannig sjúklingum aðgengi að nýjustu og bestu meðferð. Þekking og reynsla skapast ekki með pólitískum tilskipunum.Höfundur er fv. Assistant professor og sérfræðingur við Yale læknaháskólann, MACP, FRCP, AGAF, FASGE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“ Parkinsonsjúkdómur er ólæknandi, krónískur sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum með einstaklingsbundinni nákvæmlega tímasettri lyfjagjöf og sjúkraþjálfun og skapa sjúklingum ásættanleg lífsgæði í nokkurn tíma. Það voru gleðitíðindi að ungur læknir í sérnámi við eitt fremsta háskólasjúkrahús vestan hafs hefði lagt sig eftir greiningu og meðferð á Parkinsonsjúkdómi. Læknirinn vill snúa heim og hefur leitað eftir starfsmöguleikum með því að komast á starfssamning við Sjúkratryggingar Íslands en var hafnað að fyrirmælum ráðherra. Skilaboð ráðherra virðast skýr; gamlingjar og gömlu úrræðin eru nógu góð fyrir Parkinsonsjúklinga (sem og aðra sjúklinga). Íslenskir læknar eins og viðkomandi sérfræðingur hafa oft komist að í sérnám erlendis við bestu háskólastofnanir og tekið þátt í framþróun læknisfræðinnar. Þekking þeirra og reynsla telst þá mikil verðmæti og þeim bjóðast oft störf í námslandinu. Flestir vilja koma heim en mörgum hefur verið hafnað til starfa í eigin heimalandi. Svo virðist í þessu tilfelli. Hagkvæmis vegna er eitt meginmarkmið í heilbrigðisþjónustu víða um heim að færa sem mest af greiningu og meðferð sjúkdóma út úr legurýmum sjúkrahúsa (hvað þá mygluðum!) í „ambulant“ aðstöðu, þ.e. læknastofur eða göngudeildir. Sérfræðingar á einkastofum höfðu veitt slíka þjónustu áratugum saman áður en skilningur á þessu kom til hjá LSH sem stofnsetti fyrstu göngudeildina 1974 og þá eingöngu fyrir einn ákveðinn sjúkdóm. Þróunin síðan hefur verið hæg. Markmið ráðherra virðist vera að sporna við starfi sjálfstæðra lækna þó augljóst sé að LSH geti ekki tekið þessa þjónustu að sér og skammta þannig sjúklingum aðgengi að nýjustu og bestu meðferð. Þekking og reynsla skapast ekki með pólitískum tilskipunum.Höfundur er fv. Assistant professor og sérfræðingur við Yale læknaháskólann, MACP, FRCP, AGAF, FASGE
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun