Konur, rísið upp – krefjist samninga við ljósmæður! Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 4. júlí 2018 06:00 Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Sjá meira
Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun