Glatað traust Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 07:00 Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar