Hlutabréf í Eimskip hækkuðu um sextán prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Systurfélag Samherja hefur eignast fjórðung í Eimskip. Vísir(vilhelm Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Gengi hlutabréfa í Eimskip stóð í 233 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær en það er tæpum sex prósentum hærra en gengið í viðskiptum Yucaipa og Samherja sem var 220 krónur á hlut. Samherji Holding, sem er félag um erlenda starfsemi Samherja, keypti 25,3 prósenta hlut Yucaipa fyrir 11,1 milljarð króna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Fossar markaðir milligöngu um viðskiptin. Hlutabréf Eimskips hafa fallið um hátt í 15 prósent í verði frá því í seinni hluta nóvember í fyrra þegar forsvarsmenn Yucaipa sögðust ætla að skoða sölu á eignarhlut sínum. Lægst fór gengið í 189 krónur á hlut í lok maí síðastliðins. Til samanburðar meta greinendur gengi bréfanna á bilinu 250 til 300 krónur á hlut. Bandaríska fjárfestingarfélagið tók þátt í endurskipulagningu Eimskips í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008. Breytti félagið útistandandi veðtryggðum kröfum í hlutafé og fjárfesti jafnframt fyrir 15 milljónir evra í félaginu en við það eignaðist það 32 prósenta hlut. Árið 2012 seldi Yucaipa 7 prósenta hlut til Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sama ár aðstoðaði félagið við skráningu hlutabréfa Eimskips á markað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf., hefur keypt öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf. 19. júlí 2018 11:37 Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. 19. júlí 2018 10:37 Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Gengi hlutabréfa í Eimskip stóð í 233 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær en það er tæpum sex prósentum hærra en gengið í viðskiptum Yucaipa og Samherja sem var 220 krónur á hlut. Samherji Holding, sem er félag um erlenda starfsemi Samherja, keypti 25,3 prósenta hlut Yucaipa fyrir 11,1 milljarð króna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Fossar markaðir milligöngu um viðskiptin. Hlutabréf Eimskips hafa fallið um hátt í 15 prósent í verði frá því í seinni hluta nóvember í fyrra þegar forsvarsmenn Yucaipa sögðust ætla að skoða sölu á eignarhlut sínum. Lægst fór gengið í 189 krónur á hlut í lok maí síðastliðins. Til samanburðar meta greinendur gengi bréfanna á bilinu 250 til 300 krónur á hlut. Bandaríska fjárfestingarfélagið tók þátt í endurskipulagningu Eimskips í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008. Breytti félagið útistandandi veðtryggðum kröfum í hlutafé og fjárfesti jafnframt fyrir 15 milljónir evra í félaginu en við það eignaðist það 32 prósenta hlut. Árið 2012 seldi Yucaipa 7 prósenta hlut til Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sama ár aðstoðaði félagið við skráningu hlutabréfa Eimskips á markað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf., hefur keypt öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf. 19. júlí 2018 11:37 Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. 19. júlí 2018 10:37 Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf., hefur keypt öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf. 19. júlí 2018 11:37
Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. 19. júlí 2018 10:37
Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00