Lungu borgarinnar Hildur Björnsdóttir skrifar 20. júlí 2018 07:00 Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest. Með hliðsjón af mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Það vöknuðu því réttmætar áhyggjur þegar tillögur að deiliskipulagi við Elliðaárnar voru nýverið kynntar í skipulagsráði. Þar urðu ljós þau áform meirihluta borgarstjórnar að hefja umfangsmikla uppbyggingu mannvirkja – og lagningu hátt í 350 bílastæða – á grænu svæði við Elliðaárnar. Í gærdag bárust svo fregnir af lagningu nýrra hitaveitustokka undir Elliðaánum. Framkvæmdin mun óhjákvæmilega leiða af sér mikið umhverfisrask og hafa í för með sér neikvæð áhrif á viðkvæmt lífríki dalsins. Þar bættist grátt ofan á svart. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park. Þær tillögur hlutu ekki brautargengi. Sem betur fer. Það er hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja rétt að horfið verði frá áformum um uppbyggingu við Elliðaárnar. Við leggjum til að Elliðaárdalurinn og nærliggjandi svæði verði friðlýst eftir ákvæðum náttúruverndarlaga. Núverandi staða Elliðaárdals í skipulagi kemur hvorki í veg fyrir uppbyggingu húsnæðis né lagningu bílastæða í námunda við Elliðaárnar. Þessu þarf að breyta. Stöndum vörð um viðkvæmt lífríki Elliðaárdalsins. Gætum að grænum svæðum í borgarlandinu. Vinnum að bættum loftgæðum og gróðursetjum fleiri tré. Tryggjum að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Stöndum vörð um veigamikið hlutverk Elliðaárdalsins – og annarra grænna svæða – þau eru lungu borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest. Með hliðsjón af mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Það vöknuðu því réttmætar áhyggjur þegar tillögur að deiliskipulagi við Elliðaárnar voru nýverið kynntar í skipulagsráði. Þar urðu ljós þau áform meirihluta borgarstjórnar að hefja umfangsmikla uppbyggingu mannvirkja – og lagningu hátt í 350 bílastæða – á grænu svæði við Elliðaárnar. Í gærdag bárust svo fregnir af lagningu nýrra hitaveitustokka undir Elliðaánum. Framkvæmdin mun óhjákvæmilega leiða af sér mikið umhverfisrask og hafa í för með sér neikvæð áhrif á viðkvæmt lífríki dalsins. Þar bættist grátt ofan á svart. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park. Þær tillögur hlutu ekki brautargengi. Sem betur fer. Það er hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja rétt að horfið verði frá áformum um uppbyggingu við Elliðaárnar. Við leggjum til að Elliðaárdalurinn og nærliggjandi svæði verði friðlýst eftir ákvæðum náttúruverndarlaga. Núverandi staða Elliðaárdals í skipulagi kemur hvorki í veg fyrir uppbyggingu húsnæðis né lagningu bílastæða í námunda við Elliðaárnar. Þessu þarf að breyta. Stöndum vörð um viðkvæmt lífríki Elliðaárdalsins. Gætum að grænum svæðum í borgarlandinu. Vinnum að bættum loftgæðum og gróðursetjum fleiri tré. Tryggjum að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Stöndum vörð um veigamikið hlutverk Elliðaárdalsins – og annarra grænna svæða – þau eru lungu borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar