Stærsta skuldbinding Landsbankans hækkaði um 16 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Landsbankinn segir lausafjárstöðu bankans áfram sterka. Fréttablaðið/Stefán Stærsta einstaka áhættuskuldbinding Landsbankans jókst um ríflega 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam tæpum 44 milljörðum króna eða sem jafngildir 19,2 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok júnímánaðar. Þetta má lesa út úr árshlutauppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku. Eins og Markaðurinn hefur greint frá, fjármagnaði bankinn 22 milljarða kaup Brims á ríflega þriðjungshlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda í apríl síðastliðnum. Var lánið veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nam ríflega 27 milljörðum króna eða 11,4 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok síðasta árs og jókst um 7,8 prósentustig á fyrri helmingi þessa árs. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Eiginfjárgrunnur Landsbankans var rúmlega 229 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs. Tekið er fram í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans að umrædd áhættuskuldbinding sé innan áhættuvilja bankans. Þá sé lausafjárstaða bankans áfram sterk og lausafjár- og fjármögnunarhlutfall séu vel umfram lögbundin lágmörk. Í afkomukynningu bankans vegna uppgjörsins kemur auk þess fram að lán hans til sjávarútvegs hafi aukist um tugi milljarða á öðrum fjórðungi ársins og hafi samanlagt numið tæplega 150 milljörðum króna í lok júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00 Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Stærsta einstaka áhættuskuldbinding Landsbankans jókst um ríflega 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam tæpum 44 milljörðum króna eða sem jafngildir 19,2 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok júnímánaðar. Þetta má lesa út úr árshlutauppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku. Eins og Markaðurinn hefur greint frá, fjármagnaði bankinn 22 milljarða kaup Brims á ríflega þriðjungshlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda í apríl síðastliðnum. Var lánið veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nam ríflega 27 milljörðum króna eða 11,4 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok síðasta árs og jókst um 7,8 prósentustig á fyrri helmingi þessa árs. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Eiginfjárgrunnur Landsbankans var rúmlega 229 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs. Tekið er fram í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans að umrædd áhættuskuldbinding sé innan áhættuvilja bankans. Þá sé lausafjárstaða bankans áfram sterk og lausafjár- og fjármögnunarhlutfall séu vel umfram lögbundin lágmörk. Í afkomukynningu bankans vegna uppgjörsins kemur auk þess fram að lán hans til sjávarútvegs hafi aukist um tugi milljarða á öðrum fjórðungi ársins og hafi samanlagt numið tæplega 150 milljörðum króna í lok júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00 Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00
Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00
Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00