Hinsegin Reykjavík – borgin okkar allra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Góð borg einkennist af fjölmörgu. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor varð okkur tíðrætt um frjálslynda og jafnréttissinnaða borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er því góð tilfinning að koma að stjórn borgar með meirihluta sem leggur áherslu á mannréttindi og velsæld allra íbúa sinna. Hinsegin dagar eru í raun merkileg hátíð – grasrótarviðburður sem berst fyrir jafnrétti og sýnileika en setur um leið gleðina á oddinn og gæðir borgina okkar lit og lífi. Í gegnum tíðina hefur hinsegin fólk mátt þola fordóma, skerðingu á frelsi og því miður ofbeldi. Það er því ekki annað hægt en að fagna þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum en á sama tíma er það deginum ljósara að við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er sorgleg staðreynd að réttindi sem náðst hafa með þrotlausri baráttu geta verið tekin aftur líkt og erlend dæmi sanna og því verðum við að vera samtaka á vitundarvaktinni. Við munum hér eftir sem hingað til láta verkin tala í þágu frjálslyndis og jafnréttis og ég mun svo sannarlega gera hvað ég get svo Reykjavíkurborg leggi áfram sitt af mörkum og fari áfram með góðu fordæmi eins og borgin hefur gert í áraraðir. Fyrr á þessu ári sótti borgin um inngöngu í samtök regnbogaborga (Rainbow Cities Network) með það að markmiði að staðfesta einlægan ásetning sinn um að virða og styðja fjölbreytileikann. Við viljum fjölbreytta borg fyrir alla, sem byggir á mannréttindum og frjálslyndi. Mér er það því bæði ljúft og skylt að taka virkan þátt í Hinsegin dögum og hlakka mikið til að ganga í gleðigöngunni á laugardaginn í nafni mannréttinda, frelsis og betra samfélags.Höfundur er formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Góð borg einkennist af fjölmörgu. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor varð okkur tíðrætt um frjálslynda og jafnréttissinnaða borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er því góð tilfinning að koma að stjórn borgar með meirihluta sem leggur áherslu á mannréttindi og velsæld allra íbúa sinna. Hinsegin dagar eru í raun merkileg hátíð – grasrótarviðburður sem berst fyrir jafnrétti og sýnileika en setur um leið gleðina á oddinn og gæðir borgina okkar lit og lífi. Í gegnum tíðina hefur hinsegin fólk mátt þola fordóma, skerðingu á frelsi og því miður ofbeldi. Það er því ekki annað hægt en að fagna þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum en á sama tíma er það deginum ljósara að við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er sorgleg staðreynd að réttindi sem náðst hafa með þrotlausri baráttu geta verið tekin aftur líkt og erlend dæmi sanna og því verðum við að vera samtaka á vitundarvaktinni. Við munum hér eftir sem hingað til láta verkin tala í þágu frjálslyndis og jafnréttis og ég mun svo sannarlega gera hvað ég get svo Reykjavíkurborg leggi áfram sitt af mörkum og fari áfram með góðu fordæmi eins og borgin hefur gert í áraraðir. Fyrr á þessu ári sótti borgin um inngöngu í samtök regnbogaborga (Rainbow Cities Network) með það að markmiði að staðfesta einlægan ásetning sinn um að virða og styðja fjölbreytileikann. Við viljum fjölbreytta borg fyrir alla, sem byggir á mannréttindum og frjálslyndi. Mér er það því bæði ljúft og skylt að taka virkan þátt í Hinsegin dögum og hlakka mikið til að ganga í gleðigöngunni á laugardaginn í nafni mannréttinda, frelsis og betra samfélags.Höfundur er formaður borgarráðs
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar