Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. ágúst 2018 07:30 Hækkandi olíuverð eykur kostnað flugfélaga.Talið er að sá kostnaður birtist í hærri fargjöldum. Fréttablaðið/Eyþór Vísir/Eyþór Líklegt er að dýrari olía og þar með hærri flugfargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. „Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostnaður fer hækkandi, þá er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands,“ nefnir hann í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hærri fargjöld geti vissulega haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsVísir/Anton„Meira máli skiptir þó að Keflavíkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrifkrafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað um hátt í 50 prósent á síðustu tólf mánuðum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir flugfélög. Greinendur reikna fastlega með því að sá kostnaður, en olíukostnaður er að jafnaði næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, muni birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. „Við gerum áfram ráð fyrir því að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðalverðs,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins fyrr í vikunni. Undir það hafa forstjórar annarra evrópskra flugfélaga tekið. „Það er enginn vafi á því að fargjöld munu hækka,“ sagði Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, í samtali við Bloomberg fyrr í sumar. Jón Bjarki bendir á að lág flugfargjöld hafi á síðustu árum stutt við öran vöxt í fjölda ferðamanna hér á landi. „Á seinni árum ferðamannauppsveiflunnar – eftir að gengi krónunnar hafði styrkst verulega – hafði það áhrif þegar erlendir ferðamenn voru að velta Íslandi fyrir sér sem áfangastað hvað flugfargjöld voru orðin ódýr. Það vó á móti dýrtíðinni hér á landi,“ segir hann.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki telur að heilt yfir séu horfur á minni vexti ferðaþjónustunnar. Þess sjáist þegar ýmis merki. „Það eru engin hættumerki á lofti um að hér verði samdráttur en það lítur út fyrir að vöxturinn verði býsna hægur í ár,“ segir hann. Ásgeir nefnir að beinum flugferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. Fjölmörg flugfélög fljúgi nú hingað til lands. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft. Í stóra samhenginu skiptir sú þróun meira máli en þróunin á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins.“ Ásgeir segir aðspurður að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengishækkun hafa sett gríðarlegan þrýsting á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Líklegt er að dýrari olía og þar með hærri flugfargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. „Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostnaður fer hækkandi, þá er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands,“ nefnir hann í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hærri fargjöld geti vissulega haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsVísir/Anton„Meira máli skiptir þó að Keflavíkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrifkrafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað um hátt í 50 prósent á síðustu tólf mánuðum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir flugfélög. Greinendur reikna fastlega með því að sá kostnaður, en olíukostnaður er að jafnaði næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, muni birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. „Við gerum áfram ráð fyrir því að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðalverðs,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins fyrr í vikunni. Undir það hafa forstjórar annarra evrópskra flugfélaga tekið. „Það er enginn vafi á því að fargjöld munu hækka,“ sagði Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, í samtali við Bloomberg fyrr í sumar. Jón Bjarki bendir á að lág flugfargjöld hafi á síðustu árum stutt við öran vöxt í fjölda ferðamanna hér á landi. „Á seinni árum ferðamannauppsveiflunnar – eftir að gengi krónunnar hafði styrkst verulega – hafði það áhrif þegar erlendir ferðamenn voru að velta Íslandi fyrir sér sem áfangastað hvað flugfargjöld voru orðin ódýr. Það vó á móti dýrtíðinni hér á landi,“ segir hann.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki telur að heilt yfir séu horfur á minni vexti ferðaþjónustunnar. Þess sjáist þegar ýmis merki. „Það eru engin hættumerki á lofti um að hér verði samdráttur en það lítur út fyrir að vöxturinn verði býsna hægur í ár,“ segir hann. Ásgeir nefnir að beinum flugferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. Fjölmörg flugfélög fljúgi nú hingað til lands. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft. Í stóra samhenginu skiptir sú þróun meira máli en þróunin á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins.“ Ásgeir segir aðspurður að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengishækkun hafa sett gríðarlegan þrýsting á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira