Hvers vegna ættir þú að skrá barnið þitt í sund? Guðmundur Hafþórsson skrifar 17. ágúst 2018 09:17 Nú þegar skólar fara að hefjast á ný þarf að huga að því hvað er gott fyrir börnin okkar. Við vitum öll að svefn, mataræði, hreyfing eru mikilvægir þættir að góðum dögum í lífi okkar og við viljum að sjálfsögðu að börnum okkar líði vel rétt eins og okkur. Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður þess að það er mikilvægt og í raun lífsnauðsynlegt að skrá börn í sundnámskeið.1. Undirbúningur fyrir lífið. Börnin hefja skólagöngu sína á milli 5 og 6 ára aldurs. Þessi fyrstu 10 ár í skólagöngu barnsins er krafa að börnin fái 2 tíma í íþróttum á viku og 1 tíma í sundkennslu. Þessu er svo mismunandi háttað eftir skólum og bæjarfélögum. Því miður er það þannig að oftar en ekki koma börnin nokkuð illa synd eftir skólagöngu enda er lítill tími fyrir kennarana til að virkilega kenna börnunum. 40 mínútna tími verður aldrei nema rétt um 10 – 15 mínútna tími sökum þess að börnum er hleypt seint úr tíma, það þarf að sturta sig og koma sér út og svo þarf að vera komin í næsta tíma á réttum tíma þannig að kennari þarf að hleypa upp úr lauginni 10 – 15 mínútum snemma. Með því að skrá barnið þitt í sund hjá félagi þá tryggir þú því örugga kennslu, hreyfingu sem fylgir því allt lífið enda hægt að synda alla ævi. Öryggi í vatni þannig að þægilegra er til dæmis að fara í sumarferðir erlendis. Ef barn/fullorðin dettur út fyrir á bát/skipi eru meiri líkur á að geta bjargað sér í sjónum ef sundkunnátta er í lagi.2. Hreyfing fyrir ævina. Sund er íþrótt sem hægt er að stunda alla ævi. Hreyfing í vatni er mjúk hreyfing og hreyfing þar sem líkamanum líður einna best. Að stunda sund til heilsubótar hefur áhrif á allan líkamann enda verið að vinna með nánast alla vöðva líkamans. Þetta er fullkomin heilsurækt þar sem ekki þarf á dýrum búnaði að halda og þú getur brennt um 500 kcal á klukkustundar rólegu sundi og auðvitað hægt að bæta í með meiri ákefð.3. Eykur liðleika. Við erum mikið á hreyfingu og börnin þá sérstaklega, mikið um hlaup, hopp og skopp og álag á bein og liðamót. Sund er mjúk hreyfing og í laugum landsins þar sem hitastig er 27 – 30 gráður þá ná vöðvarnir góðri slökun og hjálpar sundið til við að teygja á mikilvægum vöðvum líkamans.4. Bætir líkamsstöðuna. Við vitum það öll að börnin rétt eins og við hin sitjum of mikið, skólastofur og svo oft á tíðum eru ófáir tímar sem fara í það að vera fyrir framan tölvuna eða vera í símanum. Eins og áður segir er sund mjúk hreyfing sem styrkir liðamót og réttir úr hryggjarsúlunni og er einhver besta hreyfing til að fyrirbyggja bakvandamál. „hversu oft sagði mamma þín þér „réttu úr þér“ í æsku“ Ég hvet þig því að huga að heilsunni hjá þér og barninu þínu. Með bestu kveðju Guðmundur Hafþórsson Yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar skólar fara að hefjast á ný þarf að huga að því hvað er gott fyrir börnin okkar. Við vitum öll að svefn, mataræði, hreyfing eru mikilvægir þættir að góðum dögum í lífi okkar og við viljum að sjálfsögðu að börnum okkar líði vel rétt eins og okkur. Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður þess að það er mikilvægt og í raun lífsnauðsynlegt að skrá börn í sundnámskeið.1. Undirbúningur fyrir lífið. Börnin hefja skólagöngu sína á milli 5 og 6 ára aldurs. Þessi fyrstu 10 ár í skólagöngu barnsins er krafa að börnin fái 2 tíma í íþróttum á viku og 1 tíma í sundkennslu. Þessu er svo mismunandi háttað eftir skólum og bæjarfélögum. Því miður er það þannig að oftar en ekki koma börnin nokkuð illa synd eftir skólagöngu enda er lítill tími fyrir kennarana til að virkilega kenna börnunum. 40 mínútna tími verður aldrei nema rétt um 10 – 15 mínútna tími sökum þess að börnum er hleypt seint úr tíma, það þarf að sturta sig og koma sér út og svo þarf að vera komin í næsta tíma á réttum tíma þannig að kennari þarf að hleypa upp úr lauginni 10 – 15 mínútum snemma. Með því að skrá barnið þitt í sund hjá félagi þá tryggir þú því örugga kennslu, hreyfingu sem fylgir því allt lífið enda hægt að synda alla ævi. Öryggi í vatni þannig að þægilegra er til dæmis að fara í sumarferðir erlendis. Ef barn/fullorðin dettur út fyrir á bát/skipi eru meiri líkur á að geta bjargað sér í sjónum ef sundkunnátta er í lagi.2. Hreyfing fyrir ævina. Sund er íþrótt sem hægt er að stunda alla ævi. Hreyfing í vatni er mjúk hreyfing og hreyfing þar sem líkamanum líður einna best. Að stunda sund til heilsubótar hefur áhrif á allan líkamann enda verið að vinna með nánast alla vöðva líkamans. Þetta er fullkomin heilsurækt þar sem ekki þarf á dýrum búnaði að halda og þú getur brennt um 500 kcal á klukkustundar rólegu sundi og auðvitað hægt að bæta í með meiri ákefð.3. Eykur liðleika. Við erum mikið á hreyfingu og börnin þá sérstaklega, mikið um hlaup, hopp og skopp og álag á bein og liðamót. Sund er mjúk hreyfing og í laugum landsins þar sem hitastig er 27 – 30 gráður þá ná vöðvarnir góðri slökun og hjálpar sundið til við að teygja á mikilvægum vöðvum líkamans.4. Bætir líkamsstöðuna. Við vitum það öll að börnin rétt eins og við hin sitjum of mikið, skólastofur og svo oft á tíðum eru ófáir tímar sem fara í það að vera fyrir framan tölvuna eða vera í símanum. Eins og áður segir er sund mjúk hreyfing sem styrkir liðamót og réttir úr hryggjarsúlunni og er einhver besta hreyfing til að fyrirbyggja bakvandamál. „hversu oft sagði mamma þín þér „réttu úr þér“ í æsku“ Ég hvet þig því að huga að heilsunni hjá þér og barninu þínu. Með bestu kveðju Guðmundur Hafþórsson Yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun