Madonna Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. ágúst 2018 08:15 Madonna varð sextíu ára í gær. Ótrúlegt en satt. Eða ekki. Aldur er aldrei jafn afstæður og í tilfelli Madonnu enda er hún sannkölluð kvenmynd eilífðarinnar. Hún er náttúruafl, síkvik og margbreytileg. Madonna hefur farið eins og óstöðvandi stórfljót í gegnum samtímann. Hún er aldrei eins og þarf aldrei að laga sig að breyttum heimi vegna þess að hún sjálf er hreyfiaflið. Tískustraumar og stefnur hafa engin áhrif á Madonnu vegna þess að hún gefur tóninn og við dönsum með. Madonna hefur aldrei boðið upp á málamiðlanir. Hún gefst aldrei upp og fær alltaf sínu framgengt. Með þessu ægivaldi sínu hefur hún átt sviðsljósið í rúma þrjá áratugi. Alltaf fersk. Alltaf ný. Alltaf ögrandi. Hún er aldrei eins en er samt alltaf Madonna. Madonna er mósaíkhelgimynd. Amerískt íkon sem hefur haft meiri áhrif á menninguna en Marilyn Monroe, Elvis og Coca-Cola. Hún er kyntákn, brautryðjandi, frelsishetja kvenna og múrbrjótur sem hefur rústað alls konar tabúum af sinni mögnuðu einurð og festu. Madonna hefur alltaf ögrað. Í henni sameinast meyjan, móðirin, hóran og gyðjan þannig að eðlilega hefur hún heillað, hrætt, ógnað og kallað yfir sig mótmæli, fordæmingar og tilraunir til sniðgöngu og þöggunar. Allt auðvitað fánýtt og vonlaust brölt pappakassa og leiðindaliðs sem skelfur á beinunum andspænis sjálfstæðri, frjálsri, kynósa konu sem lætur ekkert stöðva sig. Einhliða ástarsamband okkar Madonnu hófst fyrir 34 árum, þegar ég var þrettán ára. Dáleiddur af stúlkunni framan á Like A Virgin-plötuumslaginu. Ég elskaði hana þá og ég elska hana enn. Heill þér, heilög Madonna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Madonna varð sextíu ára í gær. Ótrúlegt en satt. Eða ekki. Aldur er aldrei jafn afstæður og í tilfelli Madonnu enda er hún sannkölluð kvenmynd eilífðarinnar. Hún er náttúruafl, síkvik og margbreytileg. Madonna hefur farið eins og óstöðvandi stórfljót í gegnum samtímann. Hún er aldrei eins og þarf aldrei að laga sig að breyttum heimi vegna þess að hún sjálf er hreyfiaflið. Tískustraumar og stefnur hafa engin áhrif á Madonnu vegna þess að hún gefur tóninn og við dönsum með. Madonna hefur aldrei boðið upp á málamiðlanir. Hún gefst aldrei upp og fær alltaf sínu framgengt. Með þessu ægivaldi sínu hefur hún átt sviðsljósið í rúma þrjá áratugi. Alltaf fersk. Alltaf ný. Alltaf ögrandi. Hún er aldrei eins en er samt alltaf Madonna. Madonna er mósaíkhelgimynd. Amerískt íkon sem hefur haft meiri áhrif á menninguna en Marilyn Monroe, Elvis og Coca-Cola. Hún er kyntákn, brautryðjandi, frelsishetja kvenna og múrbrjótur sem hefur rústað alls konar tabúum af sinni mögnuðu einurð og festu. Madonna hefur alltaf ögrað. Í henni sameinast meyjan, móðirin, hóran og gyðjan þannig að eðlilega hefur hún heillað, hrætt, ógnað og kallað yfir sig mótmæli, fordæmingar og tilraunir til sniðgöngu og þöggunar. Allt auðvitað fánýtt og vonlaust brölt pappakassa og leiðindaliðs sem skelfur á beinunum andspænis sjálfstæðri, frjálsri, kynósa konu sem lætur ekkert stöðva sig. Einhliða ástarsamband okkar Madonnu hófst fyrir 34 árum, þegar ég var þrettán ára. Dáleiddur af stúlkunni framan á Like A Virgin-plötuumslaginu. Ég elskaði hana þá og ég elska hana enn. Heill þér, heilög Madonna!
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar