Melania varar við neteinelti á meðan eiginmaðurinn fer hamförum á Twitter Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 08:12 Bandarísku forsetahjónin, Melania og Donald Trump. Vísir/getty Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. Melania hefur lengi beitt sér fyrir öryggi og góðri hegðun á samfélagsmiðlum og hélt uppteknum hætti á ráðstefnu um eineltisforvarnir í Maryland í gær. „Samfélagsmiðlar eru óumflýjanlegur þáttur í lífi barna okkar í nútímasamfélagi. Hægt er að nota þá [samfélagsmiðla] á jákvæðan hátt en þeir geta einnig verið skaðlegir þegar þeir eru ekki notaðir rétt,“ sagði Melania í opnunarræðu ráðstefnunnar.„Versti forstjóri í sögunni“ Á sama tíma gagnrýndi eiginmaður Melaniu, Donald Trump, John Brennan, fyrrverandi yfirmann Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, harðlega á Twitter. Forsetinn afturkallaði nýlega öryggisheimild Brennan auk fleiri háttsettra fyrrverandi embættismanna. Á sunnudag sagðist Brennan íhuga að kæra þessa ákvörðun Donalds. Forsetinn sagði Brennan meðal annars „versta forstjóra CIA í sögu landsins okkar“. Þá sagðist Donald vona að Brennan héldi lögsókninni til streitu, þar sem þá fengist aðgangur að ýmsum gögnum hans og þar með kæmi í ljós hversu óhæfur hann hefði verið í starfi. Forsetinn hélt því einnig fram að Brennan hefði verið viðriðinn „nornaveiðar Muellers“, þ.e. rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.I hope John Brennan, the worst CIA Director in our country's history, brings a lawsuit. It will then be very easy to get all of his records, texts, emails and documents to show not only the poor job he did, but how he was involved with the Mueller Rigged Witch Hunt. He won't sue!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetafrúin Melania virðist ganga þvert á skoðanir eiginmanns síns. Hún lýsti til að mynda nýlega yfir ánægju með körfuboltamanninn LeBron James eftir að forsetinn hafði hallmælt honum opinberlega. Þá setti hún sig einnig upp á móti aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar Donalds í málum innflytjendafjölskyldna sem koma ólöglega inn í Bandaríkin um landamærin við Mexíkó. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34 Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. Melania hefur lengi beitt sér fyrir öryggi og góðri hegðun á samfélagsmiðlum og hélt uppteknum hætti á ráðstefnu um eineltisforvarnir í Maryland í gær. „Samfélagsmiðlar eru óumflýjanlegur þáttur í lífi barna okkar í nútímasamfélagi. Hægt er að nota þá [samfélagsmiðla] á jákvæðan hátt en þeir geta einnig verið skaðlegir þegar þeir eru ekki notaðir rétt,“ sagði Melania í opnunarræðu ráðstefnunnar.„Versti forstjóri í sögunni“ Á sama tíma gagnrýndi eiginmaður Melaniu, Donald Trump, John Brennan, fyrrverandi yfirmann Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, harðlega á Twitter. Forsetinn afturkallaði nýlega öryggisheimild Brennan auk fleiri háttsettra fyrrverandi embættismanna. Á sunnudag sagðist Brennan íhuga að kæra þessa ákvörðun Donalds. Forsetinn sagði Brennan meðal annars „versta forstjóra CIA í sögu landsins okkar“. Þá sagðist Donald vona að Brennan héldi lögsókninni til streitu, þar sem þá fengist aðgangur að ýmsum gögnum hans og þar með kæmi í ljós hversu óhæfur hann hefði verið í starfi. Forsetinn hélt því einnig fram að Brennan hefði verið viðriðinn „nornaveiðar Muellers“, þ.e. rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.I hope John Brennan, the worst CIA Director in our country's history, brings a lawsuit. It will then be very easy to get all of his records, texts, emails and documents to show not only the poor job he did, but how he was involved with the Mueller Rigged Witch Hunt. He won't sue!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetafrúin Melania virðist ganga þvert á skoðanir eiginmanns síns. Hún lýsti til að mynda nýlega yfir ánægju með körfuboltamanninn LeBron James eftir að forsetinn hafði hallmælt honum opinberlega. Þá setti hún sig einnig upp á móti aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar Donalds í málum innflytjendafjölskyldna sem koma ólöglega inn í Bandaríkin um landamærin við Mexíkó.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34 Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34
Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10
Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46