Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2018 20:45 Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39
Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent