Sjálfhverfa kynslóðin Þórlindur Kjartansson skrifar 7. september 2018 07:00 Þetta unga fólk nú til dags ber ekki virðingu fyrir neinu og hefur ekki metnað fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Það er ekki skrýtið þar sem það er algjörlega ofdekrað upp til hópa og hefur aldrei þurft að taka til hendinni, leggja nokkuð raunverulegt af mörkunum hvorki til heimilis eða vinnu eða bera ábyrgð á nokkrum hlut. Þetta er glötuð kynslóð, týnt fólk.Glötuð kynslóð Í bókinni „Veisla í farangrinum“ eftir Ernest Hemingway, í þýðingu Halldórs Laxness, segir einmitt frá einni svona „glataðri kynslóð“ sem miðaldra fólk hneykslaðist á. Þetta var á þriðja áratugnum í París. Ungu mennirnir höfðu allir komist hjá því að læra mannasiði, þjónustulund og almenna færni til sjálfsbjargar með því einu að fara frekar í heimsstyrjöld. Þar drápust reyndar margir og enn fleiri misstu heilsu og vit, en þeir sem aftur snéru sæmilega heilir voru víst liðónýtir upp til hópa líka. Algjört forréttindapakk, hugsaði ekki um neitt annað en sjálft sig og eigið rassgat. Það voru auðvitað ekki ungu mennirnir sjálfir sem ákváðu að fara í stríð. Þeim var bara sagt að gera það. Og þeir sem drápust gerðu það reyndar ekki endilega til þess að upphefja sjálfa sig persónulega—heldur oftast bara í einhverju feigðarflani sem óhæfir en hábornir hershöfðingjar létu sér detta í hug til þess að baða sjálfa sig og nöfn ætta sinna í hetjuljóma fyrir sagnfræðibækur framtíðarinnar. Það voru samt að sjálfsögðu ekki hershöfðingjarnir og stjórnmálamennirnir sem voru sjálfhverfir og glataðir. Nei, ó nei. Það var einmitt unga fólkið sem engu fékk ráðið um hvort því væri slátrað á vígvellinum eða fengi náðarsamlegast að fara aftur heim til að vinna í bílaverkstæðum og bakaríum Parísarborgar við að uppfylla óskir og þarfir hinna ósérhlífnu eldri kynslóða. Þar var nú aldeilis að finna ómengaðan hóp af ræflum og roðhænsnum sem aldrei myndu gera nokkrum gagn.Gáfuð kynslóð Hafi forfeður okkar sem fæddust í kringum aldamótin 1900 verið lélegir; hvað má þá segja um gufurnar og lúðulakana sem komu í heiminn í kringum aldamótin 2000? Ó sei sei og hjálpi mér, hlýtur maður að segja. Að sjá þetta fólk starandi ofan í símana sína að fótósjoppa „sjálfur“ daginn út og inn til þess að safna lækum á instasnappinu. Þvílík sjálfsdýrkun. Þá hlýtur hún að vera skárri kynslóðin sem ól af sér núverandi forseta Bandaríkjanna—valdamesta mann sinnar kynslóðar—manninn sem ákvað að fórna sér í hárri elli til þess að tryggja bjarta framtíð fyrir yngri kynslóðirnar. Og hvað má þá segja um hetjulund eldri kynslóðanna í Bretlandi sem börðust með kjafti og klóm til þess að losa þjóðina undan samstarfinu í Evrópusambandinu—jafnvel þótt hinar fávísu ungu kynslóðir, sem vissulega þurfa að lifa mun lengur með afleiðingunum—séu gjörsamlega ósammála. 71% kjósenda undir 24 ára og 54% kjósenda milli 25 og 49 ára vildu vera áfram í ESB. En gömlu óeigingjörnu og fórnfúsu viskubrunnarnir fengu að ráða. Meira að segja hér á Íslandi höfum við dæmi um hópa fólks úr eldri kynslóðum sem hafa tekið að sér að reyna að hafa vit fyrir öllum þeim sem í barnaskap sínum halda að Íslandi kunni að vera ágætlega borgið í opnu og frjálsu sambandi við Evrópu í gegnum EES-samninginn. Ég segi bara: Takk kærlega fyrir umhyggjuna … en, nei takk, við erum bara alveg með þetta sjálf núna.Óeigingjarna kynslóðin Auðvitað er engin leið að alhæfa um eðliskosti eða galla heilla kynslóða. Það eina sem kalla má víst er að eldri kynslóðum gengur gjarnan illa að skilja þær yngri—og þær eldri fá yfirleitt að ráða alltof miklu alltof lengi. Það er nefnilega þannig, að þótt innan hverrar kynslóðar rúmist gjörvallt róf mannlegrar snilldar, gæsku, illsku og heimsku, þá má stundum greina sameiginlega drætti. Og ef það ætti að hengja merkimiða á fólkið sem nú er á þrítugsaldri og upp undir 35 ára þá væri óeigingjarna kynslóðin klárlega réttnefni. Rannsóknir á lífsviðhorfi fólks sýna að ungt fólk í dag er upptekið af því að fara vel og sparlega með umhverfi sitt, það velur sér vinnustaði út frá tilgangi fremur en launakjörum, það hlýðir ekki valdboði í blindni en leggur sjálfstætt mat á það hverjir hljóta virðingu þeirra—og þótt það treysti ekki stofnunum og stjórnmálamönnum þá treystir það manneskjum. Þetta er kynslóðin sem vill láta gott af sér leiða, vill ekki meiða, ekki þvælast fyrir, ekki sólunda náttúrunni eða njóta tilverunnar á kostnað annarra. Þetta er kynslóðin sem virðir einstaklinga, gæti ekki verið meira sama um kynhneigð, litarhaft, uppruna eða trúarskoðanir fólks. Þessi kynslóð gerir almennt ekki grín að þeim sem eru öðruvísi og þykist ekki hafa svörin við öllu. Þetta er ekki afturför heldur framfarir. Leyfum þeim að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þetta unga fólk nú til dags ber ekki virðingu fyrir neinu og hefur ekki metnað fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Það er ekki skrýtið þar sem það er algjörlega ofdekrað upp til hópa og hefur aldrei þurft að taka til hendinni, leggja nokkuð raunverulegt af mörkunum hvorki til heimilis eða vinnu eða bera ábyrgð á nokkrum hlut. Þetta er glötuð kynslóð, týnt fólk.Glötuð kynslóð Í bókinni „Veisla í farangrinum“ eftir Ernest Hemingway, í þýðingu Halldórs Laxness, segir einmitt frá einni svona „glataðri kynslóð“ sem miðaldra fólk hneykslaðist á. Þetta var á þriðja áratugnum í París. Ungu mennirnir höfðu allir komist hjá því að læra mannasiði, þjónustulund og almenna færni til sjálfsbjargar með því einu að fara frekar í heimsstyrjöld. Þar drápust reyndar margir og enn fleiri misstu heilsu og vit, en þeir sem aftur snéru sæmilega heilir voru víst liðónýtir upp til hópa líka. Algjört forréttindapakk, hugsaði ekki um neitt annað en sjálft sig og eigið rassgat. Það voru auðvitað ekki ungu mennirnir sjálfir sem ákváðu að fara í stríð. Þeim var bara sagt að gera það. Og þeir sem drápust gerðu það reyndar ekki endilega til þess að upphefja sjálfa sig persónulega—heldur oftast bara í einhverju feigðarflani sem óhæfir en hábornir hershöfðingjar létu sér detta í hug til þess að baða sjálfa sig og nöfn ætta sinna í hetjuljóma fyrir sagnfræðibækur framtíðarinnar. Það voru samt að sjálfsögðu ekki hershöfðingjarnir og stjórnmálamennirnir sem voru sjálfhverfir og glataðir. Nei, ó nei. Það var einmitt unga fólkið sem engu fékk ráðið um hvort því væri slátrað á vígvellinum eða fengi náðarsamlegast að fara aftur heim til að vinna í bílaverkstæðum og bakaríum Parísarborgar við að uppfylla óskir og þarfir hinna ósérhlífnu eldri kynslóða. Þar var nú aldeilis að finna ómengaðan hóp af ræflum og roðhænsnum sem aldrei myndu gera nokkrum gagn.Gáfuð kynslóð Hafi forfeður okkar sem fæddust í kringum aldamótin 1900 verið lélegir; hvað má þá segja um gufurnar og lúðulakana sem komu í heiminn í kringum aldamótin 2000? Ó sei sei og hjálpi mér, hlýtur maður að segja. Að sjá þetta fólk starandi ofan í símana sína að fótósjoppa „sjálfur“ daginn út og inn til þess að safna lækum á instasnappinu. Þvílík sjálfsdýrkun. Þá hlýtur hún að vera skárri kynslóðin sem ól af sér núverandi forseta Bandaríkjanna—valdamesta mann sinnar kynslóðar—manninn sem ákvað að fórna sér í hárri elli til þess að tryggja bjarta framtíð fyrir yngri kynslóðirnar. Og hvað má þá segja um hetjulund eldri kynslóðanna í Bretlandi sem börðust með kjafti og klóm til þess að losa þjóðina undan samstarfinu í Evrópusambandinu—jafnvel þótt hinar fávísu ungu kynslóðir, sem vissulega þurfa að lifa mun lengur með afleiðingunum—séu gjörsamlega ósammála. 71% kjósenda undir 24 ára og 54% kjósenda milli 25 og 49 ára vildu vera áfram í ESB. En gömlu óeigingjörnu og fórnfúsu viskubrunnarnir fengu að ráða. Meira að segja hér á Íslandi höfum við dæmi um hópa fólks úr eldri kynslóðum sem hafa tekið að sér að reyna að hafa vit fyrir öllum þeim sem í barnaskap sínum halda að Íslandi kunni að vera ágætlega borgið í opnu og frjálsu sambandi við Evrópu í gegnum EES-samninginn. Ég segi bara: Takk kærlega fyrir umhyggjuna … en, nei takk, við erum bara alveg með þetta sjálf núna.Óeigingjarna kynslóðin Auðvitað er engin leið að alhæfa um eðliskosti eða galla heilla kynslóða. Það eina sem kalla má víst er að eldri kynslóðum gengur gjarnan illa að skilja þær yngri—og þær eldri fá yfirleitt að ráða alltof miklu alltof lengi. Það er nefnilega þannig, að þótt innan hverrar kynslóðar rúmist gjörvallt róf mannlegrar snilldar, gæsku, illsku og heimsku, þá má stundum greina sameiginlega drætti. Og ef það ætti að hengja merkimiða á fólkið sem nú er á þrítugsaldri og upp undir 35 ára þá væri óeigingjarna kynslóðin klárlega réttnefni. Rannsóknir á lífsviðhorfi fólks sýna að ungt fólk í dag er upptekið af því að fara vel og sparlega með umhverfi sitt, það velur sér vinnustaði út frá tilgangi fremur en launakjörum, það hlýðir ekki valdboði í blindni en leggur sjálfstætt mat á það hverjir hljóta virðingu þeirra—og þótt það treysti ekki stofnunum og stjórnmálamönnum þá treystir það manneskjum. Þetta er kynslóðin sem vill láta gott af sér leiða, vill ekki meiða, ekki þvælast fyrir, ekki sólunda náttúrunni eða njóta tilverunnar á kostnað annarra. Þetta er kynslóðin sem virðir einstaklinga, gæti ekki verið meira sama um kynhneigð, litarhaft, uppruna eða trúarskoðanir fólks. Þessi kynslóð gerir almennt ekki grín að þeim sem eru öðruvísi og þykist ekki hafa svörin við öllu. Þetta er ekki afturför heldur framfarir. Leyfum þeim að njóta sín.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar