Lögleiðing hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa Baldur Thorlacius skrifar 19. september 2018 09:00 Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa til almennings, svokölluð almenn útboð, sem fáir hafa nýtt sér og furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla mætti almenn útboð eins konar hópfjármögnun með sölu verðbréfa.Breytingin fól í sér að undanþágur frá kröfum sem gilda að jafnaði um almenn útboð, svo sem varðandi aðkomu fjármálafyrirtækis og gerð svokallaðrar lýsingar, voru rýmkaðar til muna.Umræddar kröfur eru til þess fallnar að hækka kostnað við almenn útboð að svo miklu leyti að smærri fyrirtæki, sem segja má að geti haft mestan hag af slíkri fjármögnun, voru því sem næst útilokuð frá því að nýta sér þennan möguleika án undanþágu.Áður fyrr áttu umræddar undanþáguheimildir einungis við ef fjárhæð þess sem aflað var í útboði var undir 100 þúsundum evra, jafnvirði um 12,8 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Var sú fjárhæð talin það lág að hún gæti tæplega gagnast neinum. Með áðurnefndum breytingum var fjárhæðin hækkuð í tvær og hálfa milljón evra, jafnvirði 320 milljóna króna, sem gjörbreytir þeirri stöðu.Höfundur bókarinnar „Equity Crowdfunding: The Complete Guide for Startups and Growing Companies“ hefur gengið svo langt að tala um „lögleiðingu“ hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa (e. legalization of equity crowdfunding) þegar hann ræðir samsvarandi breytingar á regluverki annarra Evrópuþjóða, sem voru í flestum tilfellum gerðar talsvert fyrr.Endurspeglar þetta orðalag þá staðreynd að hópfjármögnun með sölu hlutabréfa er nú orðin að raunhæfum kosti við fjármögnun smærri fyrirtækja, svo sem í tengslum við skráningu þeirra á First North markaðinn.Það er því full ástæða til að vekja enn og aftur athygli á þessum möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa til almennings, svokölluð almenn útboð, sem fáir hafa nýtt sér og furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla mætti almenn útboð eins konar hópfjármögnun með sölu verðbréfa.Breytingin fól í sér að undanþágur frá kröfum sem gilda að jafnaði um almenn útboð, svo sem varðandi aðkomu fjármálafyrirtækis og gerð svokallaðrar lýsingar, voru rýmkaðar til muna.Umræddar kröfur eru til þess fallnar að hækka kostnað við almenn útboð að svo miklu leyti að smærri fyrirtæki, sem segja má að geti haft mestan hag af slíkri fjármögnun, voru því sem næst útilokuð frá því að nýta sér þennan möguleika án undanþágu.Áður fyrr áttu umræddar undanþáguheimildir einungis við ef fjárhæð þess sem aflað var í útboði var undir 100 þúsundum evra, jafnvirði um 12,8 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Var sú fjárhæð talin það lág að hún gæti tæplega gagnast neinum. Með áðurnefndum breytingum var fjárhæðin hækkuð í tvær og hálfa milljón evra, jafnvirði 320 milljóna króna, sem gjörbreytir þeirri stöðu.Höfundur bókarinnar „Equity Crowdfunding: The Complete Guide for Startups and Growing Companies“ hefur gengið svo langt að tala um „lögleiðingu“ hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa (e. legalization of equity crowdfunding) þegar hann ræðir samsvarandi breytingar á regluverki annarra Evrópuþjóða, sem voru í flestum tilfellum gerðar talsvert fyrr.Endurspeglar þetta orðalag þá staðreynd að hópfjármögnun með sölu hlutabréfa er nú orðin að raunhæfum kosti við fjármögnun smærri fyrirtækja, svo sem í tengslum við skráningu þeirra á First North markaðinn.Það er því full ástæða til að vekja enn og aftur athygli á þessum möguleika.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar