Af bruðli Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. september 2018 07:00 Því hefur oft verið fleygt að vandamálið við ríkisrekstur sé að hluthafaaðhald vanti. Eigandi fyrirtækis, sem á allt sitt undir því, er líklegri til þess að sýsla með eign sína af meiri ástríðu en stjórnvöld og stofnanir sem sýsla með opinbert fé. Hluthafi í einkafyrirtæki tryggir að stefna og rekstur þess sé skynsamleg og sér til þess að forstjórar séu látnir gjalda þess ef reksturinn stendur ekki undir væntingum. Hluthafinn tryggir líka að fjármálastjóri sé ávíttur þegar áætlanir standast ekki. Slíkri ráðdeild virðist ekki fyrir að fara í rekstri hins opinbera. Í vikunni birti Alþingi kostnað við hátíðarfund sem haldinn var á Þingvöllum í sumar og um þrjú hundruð manns mættu til að berja augum. Kostnaðurinn nam tæplega 87 milljónum króna, eða um 290 þúsund krónum á hvern gest, en átti að kosta 45 milljónir. Kostnaður við lýsingu á fundinum var rúmlega 22 milljónir, en vert er að nefna að fundurinn fór fram um hábjartan dag. Fleiri slíkar fregnir hafa borist undanfarið. Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík hafa farið langt fram úr áætlunum og kostað skattgreiðendur um 415 milljónir. Áætlaður kostnaður var 158 milljónir. Ekki liggja fyrir haldbærar skýringar á því hvað það var sem varð til þess að kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi eða yfirhöfuð hvers vegna borgin er að vasast í framkvæmdum á borð við þessa. Þá var greint frá því á dögunum að Mathöllin við Hlemm hafi kostað um þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem átti að vera 107 milljónir, endaði í um 310. Veitingamenn í einkarekstri gætu sennilega ekki staðið undir þreföldum upphafskostnaði miðað við það sem lagt var upp með. Listinn er langt í frá tæmandi. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér agaleysi í heimilisbókhaldinu, en fólk sem sýslar með annarra manna fé virðist ekki jafn staðráðið í að halda að sér höndum. Skattfé er ekki náttúruleg uppspretta tekna. Fjölmargt annað er hægt að tína til. Ríkið kýs til dæmis að greiða að fullu fyrir liðskipti á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum, stundum þrefalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúlanum í Reykjavík, og Vaðlaheiðargöng munu kosta skattgreiðendur um 17 milljarða en ekki 9, líkt og lagt var upp með. Þetta er á íslensku kallað hamslaust bruðl. Líklegast er þó að enginn taki ábyrgð, almenningur borgi reikninginn og málin gleymist eins og svo oft áður. Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Hæfniskröfur eru almenn skynsemi og virðing fyrir skattborgurum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið fleygt að vandamálið við ríkisrekstur sé að hluthafaaðhald vanti. Eigandi fyrirtækis, sem á allt sitt undir því, er líklegri til þess að sýsla með eign sína af meiri ástríðu en stjórnvöld og stofnanir sem sýsla með opinbert fé. Hluthafi í einkafyrirtæki tryggir að stefna og rekstur þess sé skynsamleg og sér til þess að forstjórar séu látnir gjalda þess ef reksturinn stendur ekki undir væntingum. Hluthafinn tryggir líka að fjármálastjóri sé ávíttur þegar áætlanir standast ekki. Slíkri ráðdeild virðist ekki fyrir að fara í rekstri hins opinbera. Í vikunni birti Alþingi kostnað við hátíðarfund sem haldinn var á Þingvöllum í sumar og um þrjú hundruð manns mættu til að berja augum. Kostnaðurinn nam tæplega 87 milljónum króna, eða um 290 þúsund krónum á hvern gest, en átti að kosta 45 milljónir. Kostnaður við lýsingu á fundinum var rúmlega 22 milljónir, en vert er að nefna að fundurinn fór fram um hábjartan dag. Fleiri slíkar fregnir hafa borist undanfarið. Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík hafa farið langt fram úr áætlunum og kostað skattgreiðendur um 415 milljónir. Áætlaður kostnaður var 158 milljónir. Ekki liggja fyrir haldbærar skýringar á því hvað það var sem varð til þess að kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi eða yfirhöfuð hvers vegna borgin er að vasast í framkvæmdum á borð við þessa. Þá var greint frá því á dögunum að Mathöllin við Hlemm hafi kostað um þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem átti að vera 107 milljónir, endaði í um 310. Veitingamenn í einkarekstri gætu sennilega ekki staðið undir þreföldum upphafskostnaði miðað við það sem lagt var upp með. Listinn er langt í frá tæmandi. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér agaleysi í heimilisbókhaldinu, en fólk sem sýslar með annarra manna fé virðist ekki jafn staðráðið í að halda að sér höndum. Skattfé er ekki náttúruleg uppspretta tekna. Fjölmargt annað er hægt að tína til. Ríkið kýs til dæmis að greiða að fullu fyrir liðskipti á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum, stundum þrefalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúlanum í Reykjavík, og Vaðlaheiðargöng munu kosta skattgreiðendur um 17 milljarða en ekki 9, líkt og lagt var upp með. Þetta er á íslensku kallað hamslaust bruðl. Líklegast er þó að enginn taki ábyrgð, almenningur borgi reikninginn og málin gleymist eins og svo oft áður. Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Hæfniskröfur eru almenn skynsemi og virðing fyrir skattborgurum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun