

Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi
Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má.
Sjúklingar á Íslandi, skjólstæðingar íslensku heilbrigðisþjónustunnar, borga úr eigin vasa stærri hluta af lækniskostnaði en sjúklingar í nágrannalöndunum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi mismunar sjúklingum í þá átt sem síst skyldi því öryrkjar, ellilífeyrisþegar og barnafjölskyldur borga nú meira en áður fyrir læknisþjónustu þó að aðrir hópar og fjársterkari borgi nú minna. Ýmsir vara við ástandinu en stjórnvöld hlusta ekki heldur skella við skollaeyrum og afneita staðreyndum. Þetta er grunnur tvöfalds heilbrigðiskerfis.
Sjúklingar með Parkinson-sjúkdóm fá ekki þjónustu í tíma. Biðtími er hálft ár og sjúklingar þjást. Ungur taugalæknir fær samt ekki samning við SÍ. Hún hefur nú opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar. Þrátt fyrir skýrslu landlæknis um æpandi þörf fyrir þjónustu taugalækna neitar ráðherrann henni um aðgang að samningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Fráfarandi forstjóri SÍ telur að jafnvel sé um lögbrot hjá ráðherranum að ræða. Þeir sem hafa á því efni borga sjálfir reikninginn að fullu og komast fram fyrir raðirnar. Hinir efnaminni mega bíða áfram í 6 mánuði. Það er tvöfalt heilbrigðiskerfi.
Hjartasjúklingar bíða mánuðum saman eftir tíma, enda hafa fjórir hjartalæknar hætt nýverið á stofu. Ungur hjartalæknir fær ekki samning en opnar samt stofu og hefur í bráðum ár sinnt þeim sem geta borgað allt sjálfir. Hjartasjúklingar sem ekki hafa efni á því bíða áfram. Þetta er tvöfalt heilbrigðiskerfi.
Biðtími gigtarsjúklinga er allt að eitt ár og gigtarlæknir hefur á sama hátt opnað stofu án aðkomu SÍ. Viðskiptavinir hans greiða þjónustuna fullu verði. Þeir sem ekki hafa ráð á því sitja hjá. Að bíða eða borga – það er tvöfalt heilbrigðiskerfi.
Vegna langs biðtíma í ríkisrekna kerfinu hafa sextíu sjúklingar keypt liðskiptaaðgerð á klínik hér innanlands fyrir eina milljón króna án aðstoðar frá sjúkratryggingum landsmanna. Lögum samkvæmt skapast réttur hjá sjúklingum til einkarekinna úrræða á kostnað ríkisins ef biðtími eftir aðgerð er lengri en þrír mánuðir. En sú trygging gildir bara ef aðgerðin er framkvæmd erlendis. Ríkið tekur á sig a.m.k. tvöfaldan kostnað miðað við aðgerðir innanlands og óþægindi sjúklingsins vegna langra ferðalaga og fjarveru eru að auki veruleg. Þeir sem ekki eiga milljón kveljast á biðlista eins og þeir sem ekki komast utan af ýmsum ástæðum. Þeir upplifa sársauka tvöfalda heilbrigðiskerfisins.
Nýtt íþyngjandi tilvísanakerfi fyrir börn skiptir hina efnameiri litlu máli. Foreldrarnir kaupa þjónustu sérfræðilækna án þess að sækja tilvísun og borga fullt verð. Hinir fara í biðröð eftir tilvísun og fá þjónustu seinna, þegar kerfinu hentar. Mismunun barna svíður mest af öllu. Svona er hið tvöfalda heilbrigðiskerfi.
Rammasamningur SÍ við sérfræðilækna rennur út eftir fjóra mánuði. Enginn veit hvað tekur við. Sérfræðilæknar verða þá allir að veita þjónustuna utan samnings eins og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og gigtarlæknirinn. Þeir efnameiri greiða þá fullt verð. Heimsóknirnar á ári eru 500 þúsund. Þá fullkomnast tvöfalda heilbrigðiskerfið.
Í stað þess að sérfræðiþjónustan haldi áfram að vera hluti opinbera kerfisins eins og hingað til, verða hinir efnaminni að leita ásjár hjá fjölskyldu, góðgerðarsamtökum, sjúkrasjóðum eða öðrum. Slíkt bakland hafa þeir verst settu ekki endilega, öryrkjar, aldraðir og fátækir. Þeir verða áfram út undan. Út undan í tvöfalda heilbrigðiskerfinu.
Heilbrigðisráðherrar hafa staldrað stutt við undanfarið og með hverjum skiptum hafa komið breytt viðhorf, jafnvel kollsteypur. Enginn friður hefur verið og það staðið framförum fyrir þrifum. Heilbrigðiskerfið er okkar fjöregg og þarf ekki á slíku að halda heldur samhljómi og langtímastefnu sem flestir geta sameinast um. Við hvorki viljum né þurfum tvöfalt heilbrigðiskerfi.
Skoðun

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar

Samstaðan er óstöðvandi afl
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands
Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar

Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ?
Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar

Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu
Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar

Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru
Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar