Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 16:47 Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun. fbl/anton brink Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira