Sjóðsfélagar fá forgang að íbúðum eldri borgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2018 14:16 Íbúðirnar við Suðurlandsbraut eru 74 talsins. Lífsverk Lífeyrissjóðurinn Lífsverk og Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., hafa undirritað samkomulag um langtíma fjármögnun á íbúðum eldri borgara við Suðurlandsbraut 68 – 70. Fram kemur í tilkynningu frá Lífsverki að í samkomulaginu felist að sjóðfélagar Lífsverks njói „ákveðins forgangs við úthlutun á íbúðunum.“ Lífsverk sé þannig fyrsti lífeyrissjóðurinn sem tryggir sjóðsfélögum sínum forgang að íbúðum fyrir eldri borgara. Íbúðirnar við Suðurlandsbraut eru 74 talsins og samkvæmt samkomulaginu munu sjóðsfélagar Lífsverks fá forgang að 20 íbúðum. Haft er eftir Jóni L. Árnasyni, framkvæmdastjóra Lífsverks, segir að um vatnaskil sé að ræða í sögu íslenskra lífeyrissjóða. „Við höfum leitað leiða til að koma til móts við sjóðsfélaga okkar sem vilja öryggi á efri árum og þegar leitað var til okkar eftir fjármögnun að verkefninu, sáum við strax tækifæri í þessu og gengum til samninga á þessum forsendum og brjótum þannig blað í sögu lífeyrissjóða,“ segir Jón.Sigurður Harðarson hjá Centra ráðgjöf, Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Íbúða eldri borgara í Mörk ehf., Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks og Júlíus Rafnsson, stjórnarformaður Íbúða eldri borgara í Mörk ehf.LífsverkFramkvæmdastjóri Íbúða eldri borgara í Mörk ehf., Gísli Páll Pálsson, segist í tilkynningunni telja að þessi fjármögnunarleið verði fyrirferðameiri í framtíðinni. „Lífsverk fær með þessum samningi forgang að 10 íbúðum sem losna, því næst koma þeir sem eru á almennum biðlistum og þá fær Lífsverk aftur forgang að næstu 10 íbúðum. Að fá Lífsverk að borðinu sem fjármögnunaraðila er góður kostur og ég tel að lífeyrissjóðir muni í æ ríkari mæli snúa sér að slíkum verkefnum,“ segir Gísli. „Úr íbúðunum er innangengt í hjúkrunarheimilið Mörk þar sem hægt er kaupa heitan mat í hádeginu, fara til sjúkraþjálfara, öldrunarlæknis, í hárgreiðslu og fótsnyrtingu. Þá verður opnuð sundlaug og líkamsrækt í vetrarbyrjun í tengslum við íbúðirnar,“ segir Gísli Páll. Lífsverk var stofnaður árið 1954 og er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða. Lífeyrissjóðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Lífeyrissjóðurinn Lífsverk og Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., hafa undirritað samkomulag um langtíma fjármögnun á íbúðum eldri borgara við Suðurlandsbraut 68 – 70. Fram kemur í tilkynningu frá Lífsverki að í samkomulaginu felist að sjóðfélagar Lífsverks njói „ákveðins forgangs við úthlutun á íbúðunum.“ Lífsverk sé þannig fyrsti lífeyrissjóðurinn sem tryggir sjóðsfélögum sínum forgang að íbúðum fyrir eldri borgara. Íbúðirnar við Suðurlandsbraut eru 74 talsins og samkvæmt samkomulaginu munu sjóðsfélagar Lífsverks fá forgang að 20 íbúðum. Haft er eftir Jóni L. Árnasyni, framkvæmdastjóra Lífsverks, segir að um vatnaskil sé að ræða í sögu íslenskra lífeyrissjóða. „Við höfum leitað leiða til að koma til móts við sjóðsfélaga okkar sem vilja öryggi á efri árum og þegar leitað var til okkar eftir fjármögnun að verkefninu, sáum við strax tækifæri í þessu og gengum til samninga á þessum forsendum og brjótum þannig blað í sögu lífeyrissjóða,“ segir Jón.Sigurður Harðarson hjá Centra ráðgjöf, Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Íbúða eldri borgara í Mörk ehf., Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks og Júlíus Rafnsson, stjórnarformaður Íbúða eldri borgara í Mörk ehf.LífsverkFramkvæmdastjóri Íbúða eldri borgara í Mörk ehf., Gísli Páll Pálsson, segist í tilkynningunni telja að þessi fjármögnunarleið verði fyrirferðameiri í framtíðinni. „Lífsverk fær með þessum samningi forgang að 10 íbúðum sem losna, því næst koma þeir sem eru á almennum biðlistum og þá fær Lífsverk aftur forgang að næstu 10 íbúðum. Að fá Lífsverk að borðinu sem fjármögnunaraðila er góður kostur og ég tel að lífeyrissjóðir muni í æ ríkari mæli snúa sér að slíkum verkefnum,“ segir Gísli. „Úr íbúðunum er innangengt í hjúkrunarheimilið Mörk þar sem hægt er kaupa heitan mat í hádeginu, fara til sjúkraþjálfara, öldrunarlæknis, í hárgreiðslu og fótsnyrtingu. Þá verður opnuð sundlaug og líkamsrækt í vetrarbyrjun í tengslum við íbúðirnar,“ segir Gísli Páll. Lífsverk var stofnaður árið 1954 og er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða.
Lífeyrissjóðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira