Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. október 2018 19:30 Indónesíska lágfargjaldafélagið Lion Air rekur ellefu vélar af tegundinni Boeing 737 Max 8. Vél af sömu tegund á vegum flugfélagsins hrapaði í sjóinn fyrir undan ströndum Jövu í nótt. Flugfélagið hefur ákveðið að kyrrsetja ekki aðrar vélar félagsins. Stjórnvöld í Ástralíu hefur varað almenning við því að fljúga með Lion Air þar til niðurstaða rannsóknar á slysinu kemur út. Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Í svari við fyrirspurn fréttastofu til Icelandair um hvort félagið ætli að bregðast við með einhverjum hætti eftir ófarirnar í Indónesíu kemur fram að í tilvikum sem þessum fylgist flugvélaframleiðandinn, Boeing, með rannsókn og upplýsir flugfélög um gang mála. Edward Siraito, forstjóri Lion Air, sagði á blaðamannafundi í dag að vélin hafði áður glímt við „tæknilegt vandamál“ en að það hafi verið lagað. Hún hefði aldrei getað fengið að fljúga hefði einhver orðið var við bilun. Björgunaraðgerðir halda áfram í nótt en björgunaraðilar eru ekki bjartsýnir á að finna nokkurn á lífi. „Ég geri ráð fyrir því að enginn hafi komist lífs af þar sem við höfum einungis haft upp á líkamspörtum,“ sagði Bambang Suryo Aji, framkvæmdastjóri björgunaraðgerða, á blaðamannafundi í morgun. Viðbragðsaðilar hafa sent 21 líkpoka með líkamsleifum fólks til greiningar í Jakarta. Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41 Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Indónesíska lágfargjaldafélagið Lion Air rekur ellefu vélar af tegundinni Boeing 737 Max 8. Vél af sömu tegund á vegum flugfélagsins hrapaði í sjóinn fyrir undan ströndum Jövu í nótt. Flugfélagið hefur ákveðið að kyrrsetja ekki aðrar vélar félagsins. Stjórnvöld í Ástralíu hefur varað almenning við því að fljúga með Lion Air þar til niðurstaða rannsóknar á slysinu kemur út. Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Í svari við fyrirspurn fréttastofu til Icelandair um hvort félagið ætli að bregðast við með einhverjum hætti eftir ófarirnar í Indónesíu kemur fram að í tilvikum sem þessum fylgist flugvélaframleiðandinn, Boeing, með rannsókn og upplýsir flugfélög um gang mála. Edward Siraito, forstjóri Lion Air, sagði á blaðamannafundi í dag að vélin hafði áður glímt við „tæknilegt vandamál“ en að það hafi verið lagað. Hún hefði aldrei getað fengið að fljúga hefði einhver orðið var við bilun. Björgunaraðgerðir halda áfram í nótt en björgunaraðilar eru ekki bjartsýnir á að finna nokkurn á lífi. „Ég geri ráð fyrir því að enginn hafi komist lífs af þar sem við höfum einungis haft upp á líkamspörtum,“ sagði Bambang Suryo Aji, framkvæmdastjóri björgunaraðgerða, á blaðamannafundi í morgun. Viðbragðsaðilar hafa sent 21 líkpoka með líkamsleifum fólks til greiningar í Jakarta.
Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41 Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46
Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00