Hrekkjavakning Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. október 2018 07:00 Hópefli elur á hatri og sundrungu og er skýrasta dæmið um að vegurinn til vítis er frá fyrsta skrefi varðaður góðum áformum. Flokkshollusta er fyrirtaksdæmi um hversu mannfjandsamlegt og hugsjónalaust hópefli er í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru saman í ríkisstjórn, þið vitið? Hópeflisdagar eru annað ömurlegt dæmi enda ógnvekjandi hversu auðvelt er að láta mannkyn virkra í athugasemdum troða sig út af rjómabollum einn daginn, gefa blóm, éta sér til óbóta af söltuðu kjöti eða graðga í sig hlandleginni skötu. Hrekkjavakan er eini heilbrigði hópeflisdagurinn vegna þess að hún er alvöru karnival sem ruglar bæði öfgahægribullurnar sem og ringlaðan rétttrúnaðinn til vinstri. Þetta er fjölþjóðleg gleði þar sem heiðni og kaþólska renna saman, rétt eins og sósíalisminn og kapítalisminn; múgurinn kallar eftir ölmusu, í ákveðnum hótunartón og þeir sem lúra á gæðunum kasta gúmmelaðinu, endurgjaldslaust, yfir lýðinn. Á hrekkjavökunni fer allt skemmtilega liðið, sem kúgandi eingyðistrúarbrögðin fordæma, á kreik. Vampírur, nornir, mórar og skottur taka völdin og allir fá að vera með vegna þess að þegar maður er í dulargervi getur enginn dæmt mann fyrir húðlit, kynhneigð, umframkíló, trú eða stjórnmálaskoðun. Við fáum frelsi til þess að vera við sjálf með því að vera ekki við sjálf og er ekki líklegt að manni líði betur, til dæmis sem raðmorðingja með hvíta grímu og búrhníf frekar en í gervi hugsjónalauss komma í köflóttri skyrtu eða réttþenkjandi fasista í jakkafötum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hópefli elur á hatri og sundrungu og er skýrasta dæmið um að vegurinn til vítis er frá fyrsta skrefi varðaður góðum áformum. Flokkshollusta er fyrirtaksdæmi um hversu mannfjandsamlegt og hugsjónalaust hópefli er í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru saman í ríkisstjórn, þið vitið? Hópeflisdagar eru annað ömurlegt dæmi enda ógnvekjandi hversu auðvelt er að láta mannkyn virkra í athugasemdum troða sig út af rjómabollum einn daginn, gefa blóm, éta sér til óbóta af söltuðu kjöti eða graðga í sig hlandleginni skötu. Hrekkjavakan er eini heilbrigði hópeflisdagurinn vegna þess að hún er alvöru karnival sem ruglar bæði öfgahægribullurnar sem og ringlaðan rétttrúnaðinn til vinstri. Þetta er fjölþjóðleg gleði þar sem heiðni og kaþólska renna saman, rétt eins og sósíalisminn og kapítalisminn; múgurinn kallar eftir ölmusu, í ákveðnum hótunartón og þeir sem lúra á gæðunum kasta gúmmelaðinu, endurgjaldslaust, yfir lýðinn. Á hrekkjavökunni fer allt skemmtilega liðið, sem kúgandi eingyðistrúarbrögðin fordæma, á kreik. Vampírur, nornir, mórar og skottur taka völdin og allir fá að vera með vegna þess að þegar maður er í dulargervi getur enginn dæmt mann fyrir húðlit, kynhneigð, umframkíló, trú eða stjórnmálaskoðun. Við fáum frelsi til þess að vera við sjálf með því að vera ekki við sjálf og er ekki líklegt að manni líði betur, til dæmis sem raðmorðingja með hvíta grímu og búrhníf frekar en í gervi hugsjónalauss komma í köflóttri skyrtu eða réttþenkjandi fasista í jakkafötum?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar