Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30