Gert að mæta í skólasundið skömmu fyrir sundæfingu Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 21:49 Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. Getty/Nickolai Vorobiov Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni. Skóla - og menntamál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira