Reglugerðafargan Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2018 08:00 Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni?
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar