Kína lögleiðir afurðir tígrisdýra og nashyrninga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2018 10:16 Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Getty/Chris Minihane Yfirvöld Kína hafa ákveðið að lögleiða notkun afurða sem unnar eru úr tígrisdýrum og nashyrningum. Báðar þessar dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og dýraverndunarsinnar segja ákvörðunina setja þær í mikla hættu. Nýju lögin heimila þó eingöngu notkun afurða úr dýrum sem eru ræktuð. Í yfirlýsingu frá ríkisráði Kína segir að afurðirnar megi eingöngu nota í rannsóknar- og lækningaskyni. „Mulin horn nashyrninga og bein dauðra tígrisdýra má eingöngu nota á sjúkrahúsum af viðurkenndum læknum í hefðbundnum kínverskum læknavísindum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að aðilum sem komi að ólöglegum viðskiptum afurðanna verði refsað harðlega. Með þessu eru yfirvöld Kína að fella niður bann við notkun þessara afurða sem sett var á árið 1993. Því hefur lengi verið trúað í Kína að afurðir þessar hafi mikinn lækningarmátt. CNN bendir þó á að árið 2010 hafi heimssamtök kínverskra læknavísinda gefið út yfirlýsingu um að engar sannanir væru fyrir því. Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Þá fer umfangsmikil ræktun tígrisdýra fram í Kína. Sú ræktun hefur færst í aukana á sama tíma og viltum tígrisdýrum hefur fækkað. World Wildlife Fund hefur kallað eftir því að Kínverjar taki áðurnefnt bann aftur upp og samtökin segja það einkar mikilvægt varðandi verndun dýrategundanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að ákvörðunin muni hafa hræðilegar afleiðingar.As China announces new regulations authorising trade in tiger parts from captive facilities, @AFPgraphics looks at the growth of captive tiger populations pic.twitter.com/PToqwcXJ0P— AFP news agency (@AFP) October 30, 2018 Dýr Tengdar fréttir Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19 Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40 Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38 Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa ákveðið að lögleiða notkun afurða sem unnar eru úr tígrisdýrum og nashyrningum. Báðar þessar dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og dýraverndunarsinnar segja ákvörðunina setja þær í mikla hættu. Nýju lögin heimila þó eingöngu notkun afurða úr dýrum sem eru ræktuð. Í yfirlýsingu frá ríkisráði Kína segir að afurðirnar megi eingöngu nota í rannsóknar- og lækningaskyni. „Mulin horn nashyrninga og bein dauðra tígrisdýra má eingöngu nota á sjúkrahúsum af viðurkenndum læknum í hefðbundnum kínverskum læknavísindum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að aðilum sem komi að ólöglegum viðskiptum afurðanna verði refsað harðlega. Með þessu eru yfirvöld Kína að fella niður bann við notkun þessara afurða sem sett var á árið 1993. Því hefur lengi verið trúað í Kína að afurðir þessar hafi mikinn lækningarmátt. CNN bendir þó á að árið 2010 hafi heimssamtök kínverskra læknavísinda gefið út yfirlýsingu um að engar sannanir væru fyrir því. Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Þá fer umfangsmikil ræktun tígrisdýra fram í Kína. Sú ræktun hefur færst í aukana á sama tíma og viltum tígrisdýrum hefur fækkað. World Wildlife Fund hefur kallað eftir því að Kínverjar taki áðurnefnt bann aftur upp og samtökin segja það einkar mikilvægt varðandi verndun dýrategundanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að ákvörðunin muni hafa hræðilegar afleiðingar.As China announces new regulations authorising trade in tiger parts from captive facilities, @AFPgraphics looks at the growth of captive tiger populations pic.twitter.com/PToqwcXJ0P— AFP news agency (@AFP) October 30, 2018
Dýr Tengdar fréttir Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19 Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40 Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38 Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19
Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40
Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45
Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59
Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38
Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46
Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51