Kína lögleiðir afurðir tígrisdýra og nashyrninga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2018 10:16 Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Getty/Chris Minihane Yfirvöld Kína hafa ákveðið að lögleiða notkun afurða sem unnar eru úr tígrisdýrum og nashyrningum. Báðar þessar dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og dýraverndunarsinnar segja ákvörðunina setja þær í mikla hættu. Nýju lögin heimila þó eingöngu notkun afurða úr dýrum sem eru ræktuð. Í yfirlýsingu frá ríkisráði Kína segir að afurðirnar megi eingöngu nota í rannsóknar- og lækningaskyni. „Mulin horn nashyrninga og bein dauðra tígrisdýra má eingöngu nota á sjúkrahúsum af viðurkenndum læknum í hefðbundnum kínverskum læknavísindum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að aðilum sem komi að ólöglegum viðskiptum afurðanna verði refsað harðlega. Með þessu eru yfirvöld Kína að fella niður bann við notkun þessara afurða sem sett var á árið 1993. Því hefur lengi verið trúað í Kína að afurðir þessar hafi mikinn lækningarmátt. CNN bendir þó á að árið 2010 hafi heimssamtök kínverskra læknavísinda gefið út yfirlýsingu um að engar sannanir væru fyrir því. Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Þá fer umfangsmikil ræktun tígrisdýra fram í Kína. Sú ræktun hefur færst í aukana á sama tíma og viltum tígrisdýrum hefur fækkað. World Wildlife Fund hefur kallað eftir því að Kínverjar taki áðurnefnt bann aftur upp og samtökin segja það einkar mikilvægt varðandi verndun dýrategundanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að ákvörðunin muni hafa hræðilegar afleiðingar.As China announces new regulations authorising trade in tiger parts from captive facilities, @AFPgraphics looks at the growth of captive tiger populations pic.twitter.com/PToqwcXJ0P— AFP news agency (@AFP) October 30, 2018 Dýr Tengdar fréttir Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19 Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40 Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38 Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa ákveðið að lögleiða notkun afurða sem unnar eru úr tígrisdýrum og nashyrningum. Báðar þessar dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og dýraverndunarsinnar segja ákvörðunina setja þær í mikla hættu. Nýju lögin heimila þó eingöngu notkun afurða úr dýrum sem eru ræktuð. Í yfirlýsingu frá ríkisráði Kína segir að afurðirnar megi eingöngu nota í rannsóknar- og lækningaskyni. „Mulin horn nashyrninga og bein dauðra tígrisdýra má eingöngu nota á sjúkrahúsum af viðurkenndum læknum í hefðbundnum kínverskum læknavísindum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að aðilum sem komi að ólöglegum viðskiptum afurðanna verði refsað harðlega. Með þessu eru yfirvöld Kína að fella niður bann við notkun þessara afurða sem sett var á árið 1993. Því hefur lengi verið trúað í Kína að afurðir þessar hafi mikinn lækningarmátt. CNN bendir þó á að árið 2010 hafi heimssamtök kínverskra læknavísinda gefið út yfirlýsingu um að engar sannanir væru fyrir því. Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Þá fer umfangsmikil ræktun tígrisdýra fram í Kína. Sú ræktun hefur færst í aukana á sama tíma og viltum tígrisdýrum hefur fækkað. World Wildlife Fund hefur kallað eftir því að Kínverjar taki áðurnefnt bann aftur upp og samtökin segja það einkar mikilvægt varðandi verndun dýrategundanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að ákvörðunin muni hafa hræðilegar afleiðingar.As China announces new regulations authorising trade in tiger parts from captive facilities, @AFPgraphics looks at the growth of captive tiger populations pic.twitter.com/PToqwcXJ0P— AFP news agency (@AFP) October 30, 2018
Dýr Tengdar fréttir Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19 Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40 Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38 Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19
Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40
Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45
Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59
Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38
Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46
Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51