Neytendavá Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun