(R)afskiptu börnin Linda Markúsardóttir skrifar 13. nóvember 2018 09:00 Að jafnaði mynda börn sín fyrstu orð um 10–13 mánaða aldur en áður en þau læra að tala hafa þau lært heilmargt um samskipti. Ómálga börn leita margoft á hverjum degi eftir viðbrögðum foreldra sinna eða ummönnunaraðila við gjörðum sínum, leita eftir samþykki, hvatningu, brosi eða hættu í andlitum okkar svo þau viti hvernig þeim ber að túlka heiminn. Hvað gerist þá ef einmitt þau andlit sem þau leita eftir eru grafin ofan í snjallsíma eða tölvu? Börn eru mörg hver (r)afskipt í dag. Þá er ég ekki aðeins að vísa til þess að umönnunaraðilar þeirra megi ekki vera að því að sinna þeim og eiga í nauðsynlegum samskiptum vegna þess að þeir eru svo uppteknir af snjalltækjunum sínum. Umönnunaraðilarnir henda líka í börnin spjaldtölvum og símum til að þeir geti keypt sér frið til þess að sinna sínu. Það snarvirkar, þessi tæki eru ávanabindandi og börnin sitja sátt í innkaupakerrum, á biðstofum, í strætó eða hvar sem er með dópamínið (ánægjuhormón) í blússandi botni. Tíminn líður, foreldrar njóta þess tíma sem þeir hafa í friði og átta sig jafnvel ekki fyrr en líður að háttatíma. Þá eru börnin drifin í rúmið, bókalaus og samskiptaskert og hafa jafnvel aðeins haft enskt, stafrænt ílag í eyrunum og fyrir augunum frá því þau komu heim af leikskólanum eða úr skólanum. Það er til mjög þekkt tilraun innan sálfræðinnar sem heitir svipbrigðalausa andlitið (e. The still face experiment). Í henni felst að móðir á í eðlilegum samskiptum við eins árs barn sitt en skiptir snarlega um ham. Í tvær mínútur bregst móðirin alls ekki við tilraunum barns síns til þess að eiga í samskiptum við hana og horfir svipbrigðalaus á það þrátt fyrir að það bendi í allar áttir, brosi til hennar og geri allt sem það getur til að ná athygli móður sinnar. Þetta endar, án undantekninga, í niðurbroti. Barnið grætur, öskrar og verður auðsjáanlega miður sín. Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki. Eitt er nauðsynlegt að hafa á hreinu, netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, af hinu góða. Tækni bjargar mannslífum, eykur dýpt skólastarfs ef hún er rétt notuð og gerir ástvinum sem staddir eru hver í sínu heimshorni kleift að eiga í samskiptum og svo mætti lengi telja. Það breytir því þó ekki að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju. Ég hef áður farið mikinn vegna mögulegrar útrýmingar íslenskrar tungu en kannski hef ég farið einu skrefi of langt. Byrjum á að eiga í samskiptum, snúum okkur því næst að tungumálinu sem samskiptin fara fram á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Að jafnaði mynda börn sín fyrstu orð um 10–13 mánaða aldur en áður en þau læra að tala hafa þau lært heilmargt um samskipti. Ómálga börn leita margoft á hverjum degi eftir viðbrögðum foreldra sinna eða ummönnunaraðila við gjörðum sínum, leita eftir samþykki, hvatningu, brosi eða hættu í andlitum okkar svo þau viti hvernig þeim ber að túlka heiminn. Hvað gerist þá ef einmitt þau andlit sem þau leita eftir eru grafin ofan í snjallsíma eða tölvu? Börn eru mörg hver (r)afskipt í dag. Þá er ég ekki aðeins að vísa til þess að umönnunaraðilar þeirra megi ekki vera að því að sinna þeim og eiga í nauðsynlegum samskiptum vegna þess að þeir eru svo uppteknir af snjalltækjunum sínum. Umönnunaraðilarnir henda líka í börnin spjaldtölvum og símum til að þeir geti keypt sér frið til þess að sinna sínu. Það snarvirkar, þessi tæki eru ávanabindandi og börnin sitja sátt í innkaupakerrum, á biðstofum, í strætó eða hvar sem er með dópamínið (ánægjuhormón) í blússandi botni. Tíminn líður, foreldrar njóta þess tíma sem þeir hafa í friði og átta sig jafnvel ekki fyrr en líður að háttatíma. Þá eru börnin drifin í rúmið, bókalaus og samskiptaskert og hafa jafnvel aðeins haft enskt, stafrænt ílag í eyrunum og fyrir augunum frá því þau komu heim af leikskólanum eða úr skólanum. Það er til mjög þekkt tilraun innan sálfræðinnar sem heitir svipbrigðalausa andlitið (e. The still face experiment). Í henni felst að móðir á í eðlilegum samskiptum við eins árs barn sitt en skiptir snarlega um ham. Í tvær mínútur bregst móðirin alls ekki við tilraunum barns síns til þess að eiga í samskiptum við hana og horfir svipbrigðalaus á það þrátt fyrir að það bendi í allar áttir, brosi til hennar og geri allt sem það getur til að ná athygli móður sinnar. Þetta endar, án undantekninga, í niðurbroti. Barnið grætur, öskrar og verður auðsjáanlega miður sín. Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki. Eitt er nauðsynlegt að hafa á hreinu, netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, af hinu góða. Tækni bjargar mannslífum, eykur dýpt skólastarfs ef hún er rétt notuð og gerir ástvinum sem staddir eru hver í sínu heimshorni kleift að eiga í samskiptum og svo mætti lengi telja. Það breytir því þó ekki að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju. Ég hef áður farið mikinn vegna mögulegrar útrýmingar íslenskrar tungu en kannski hef ég farið einu skrefi of langt. Byrjum á að eiga í samskiptum, snúum okkur því næst að tungumálinu sem samskiptin fara fram á.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun