Loksins fór vörn Lakers í gang Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 09:14 LeBron og félagar fóru loks að spila vörn í nótt vísir/getty Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101 NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101
NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti