Flugmennirnir börðust við flugvélina frá upphafi til enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 09:15 Getty/Donal Husni Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum. Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum.
Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46
Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49
Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02