Það er að koma vetur Valgerður Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2018 13:57 „Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar