InSight lendir eða brotlendir á Mars í kvöld Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira