Comey hafði hafnað boði nefndarinnar um að mæta á lokaðan fund og sagði að hann myndi mæta á opin fund í staðinn. Lögmaður hans sagði AP fréttaveitunni að til stæði að berjast gegn stefnunni fyrir dómstólum.
Happy Thanksgiving. Got a subpoena from House Republicans. I’m still happy to sit in the light and answer all questions. But I will resist a “closed door” thing because I’ve seen enough of their selective leaking and distortion. Let’s have a hearing and invite everyone to see.
— James Comey (@Comey) November 22, 2018
Þingmenn flokksins hafa lengi haldið því fram að starfsmenn FBI og Dómsmálaráðuneytisins hafi verið að vinna gegn framboði Donald Trump, sem bar sigur úr bítum í kosningunum og er forseti. Þeir hafa kallað fjölda fólks fyrir dómsmálanefndina og aðrar nefndir á undanförnum mánuðum og hafa jafnvel sakað FBI um að hafa hlerað framboð Trump í kosningabaráttunni, án þess þó að hafa rétt fyrir sér.
Demókratar í dómsmálanefndinni segja stefnu starfsbræðra þeirra og ætlaða yfirheyrslu Comey vera síðustu tilraun þeirra til að koma höggi á Rússarannsókninni áður en þeir missa tökin á fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs.
Repúblikanar hafa sömuleiðis stefnt Lorettu Lynch, fyrrverandi Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og vilja að hún mæti á fund nefndarinnar þann 4. desember. Hún hefur þó ekki tjáð sig um stefnuna og fjölmiðlar ytra hafa ekki náð í lögmenn hennar.