Leikskólastjórar ósáttir: „Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 15:45 Í fjórum leikskólum borgarinnar eru engir leikskólakennarar starfandi á deildunum með börnunum Fréttablaðið/ANTON BRINK Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt." Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt."
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira